Olíu enn dreift þrátt fyrir verkföll

Verktaki hjá Skeljungi dreifir eldsneyti þrátt fyrir að verkfall væri …
Verktaki hjá Skeljungi dreifir eldsneyti þrátt fyrir að verkfall væri hafið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyr­ir að ol­íu­dreif­ing­ar­bíl­stjór­ar Skelj­ungs og Ol­íu­dreif­ing­ar séu í verk­falli, er enn verið að dreifa eldsneyti til bens­ín­stöðva á höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta skýrist af því að bæði fyr­ir­tæk­in eru með verk­taka í vinnu hjá sér sem þurfa ekki að fara í verk­fall.

Hvort fyr­ir­tæki um sig er með tvo verk­taka í fullu starfi við að dreifa olíu til stöðvanna. Þeim er enn heim­ilt að dreifa olíu fyr­ir fyr­ir­tækið, þrátt fyr­ir verk­föll annarra starfs­manna, þó inn­an ákveðinna marka.

Þegar ljós­mynd­ari mbl.is var á ferðinni í dag, rakst hann á bíl­stjóra sem var að fylla á tanka Ork­unn­ar á Reykja­vík­ur­vegi í Hafnar­f­irði.

Útfærsl­an unn­in í sam­starfi við Efl­ingu

Verk­töku­bíl­stjór­arn­ir mega aðeins vinna inn­an þess vinnu­tíma sem þeir unnu á fyr­ir verk­fallið og er aðeins heim­ilt að dreifa inn­an þess svæðis sem þeir störfuðu á fyr­ir verk­fallið.

Þessi út­færsla er að sögn for­svars­manna ol­íu­dref­ing­ar­fé­lag­anna unn­in í sam­starfi við Efl­ingu með það fyr­ir aug­um að tryggja að ekki sé verið að ganga í verk þeirra sem eru í verk­falli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert