Saknar ekki Covid-fundanna með Þórólfi og Ölmu

Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna 12. maí 2021.
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna 12. maí 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ist ekki sakna þess að funda með Þórólfi Guðna­syni og Ölmu D. Möller á hverj­um morgni klukk­an sjö. Ár er síðan að öll­um tak­mörk­un­um vegna heims­far­ald­urs­ins Covid-19 var aflétt á Íslandi, ákvörðun sem Víðir efaðist um. Víðir ræddi liðið ár, far­ald­ur­inn og heil­brigðis­kerfið við blaðamann mbl.is.

„Ég held að það séu all­ir guðs lif­andi fegn­ir að vera ekki á kafi í þessu eins mikið og var. Maður er auðvitað glaður þegar maður vakn­ar á morgn­ana og sé ekki að fara að mæta á Covid-fund með Þórólfi þó það sé nú alltaf gam­an að hitta hann. Að hitta Þórólf klukk­an sjö á morgn­ana á hverj­um morgni, það var komið gott sko,“ seg­ir Víðir.

„Við Þórólf­ur og Alma hitt­umst nátt­úru­lega á hverj­um ein­asta morgni í tvö ár má segja, ef ekki í per­sónu þá í síma eða á fjar­fund­um. Þetta eru nátt­úru­lega orðnir vin­ir manns eft­ir þetta en ég sakna þess ekki að hitta þau á hverj­um degi klukk­an sjö,“ seg­ir Víðir.

Sag­an dæm­ir ár­ang­ur­inn

„Þetta er ótrú­lega langt síðan, en samt stutt síðan. Þetta síðasta ár var ein­hvern veg­inn sér­stakt, maður var að jafna sig eft­ir þessa miklu törn,“ seg­ir Víðir um síðasta árið.

Hann seg­ir að unnið hafi verið í Covid-tengd­um verk­efn­um langt fram eft­ir ár­inu og að í sjálfu sér er ekki búið að gera upp allt sem var í gangi þessi tvö ár.

„Auðvitað held ég, eins og all­ir, að það sé gott að við séum kom­in í gegn­um þetta. Svo á svo sem sag­an eft­ir að dæma okk­ur hvernig þetta gekk í heild­ina. Margt gekk vel og annað gekk ekki eins vel.“

Víðir, Þórólfur og Alma á einum af hinum fjölmörgu upplýsingafundum …
Víðir, Þórólf­ur og Alma á ein­um af hinum fjöl­mörgu upp­lýs­inga­fund­um al­manna­varna og embætt­is land­lækn­is. Ljós­mynd/​Al­manna­varn­ir

Dá­ist að aðlög­un­ar­hæfni fólks

„Það sem mér finnst alltaf hafa skipt svo­lítið miklu máli í þessu hvað við vor­um til­tölu­lega snögg að breyta til þegar kom ein­hver ný vitn­eskja og við viss­um eitt­hvað meira í dag en í gær, þá vor­um við aldrei feim­in við það að snúa við og gera eitt­hvað annað,“ seg­ir Víðir en hann seg­ist dást að aðlög­un­ar­hæfni fólks.

„Það kem­ur upp ein­hver staða, hlut­un­um er ein­hvern veg­inn al­gjör­lega hvolft: vinna heima, vera í skól­an­um í gegn­um Teams, geta ekki farið í heim­sókn til ætt­ingja á hjúkr­un­ar­heim­ili, ör­fá­ir mega vera í jarðarför­um. Alls kon­ar hlut­ir sem við aðlöguðum okk­ur að og leyst­um úr sem þjóð.“

Fer ekki á milli húsa oft­ar en hann þarf

Tel­ur þú eitt­hvað hafa breyst í hegðun fólks til fram­búðar?

„Ekk­ert svona stór­kost­lega, kannski sem bet­ur fer. Það sem hef­ur breyst til góðs og er komið til að vera, að minnsta kosti í tengsl­um við mína vinnu, það er kunn­átt­an við fjar­fundi og miklu færri ferðalög og svo­leiðis,“ seg­ir Víðir.

Hann seg­ir að fjar­fund­ir komi ekk­ert í staðinn fyr­ir alla staðfundi en það sé samt þannig að það séu miklu fleiri fund­ir í gegn­um fjar­fund­ar­búnað.

„Maður er ekk­ert að fara á milli húsa á höfuðborg­ar­svæðinu oft­ar en maður þarf, því maður get­ur yf­ir­leitt tekið fundi á Teams. Það spar­ar bæði tíma og pen­inga og er um­hverf­i­s­vænt.“

Víðir Reynisson á blaðamannafundi almannavarna vegna eldgossins í Meradölum í …
Víðir Reyn­is­son á blaðamanna­fundi al­manna­varna vegna eld­goss­ins í Mera­döl­um í ág­úst í fyrra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Efa­semd­ir með alls­herj­ar aflétt­ingu

Á miðnætti aðfara­næt­ur 25. fe­brú­ar fyr­ir ári síðan var öllum tak­mörk­un­um vegna heims­far­ald­urs Covid-19 aflétt á Íslandi, bæði inn­an­lands og á landa­mær­um.

„Við vor­um mörg með mikl­ar efa­semd­ir um að þetta væri rétti tíma­punkt­ur­inn,“ seg­ir Víðir.

Hann seg­ir að þegar hafi verið búið að ræða mál­in í dá­lítið lang­an tíma og búið að horfa á heild­rænu mynd­ina og rík­is­stjórn­in var búin að fara yfir mál­in með því að reyna að taka allt til skoðunar, þá út frá heild­ar­sjón­ar­miðum hafi þetta verið rétti tím­inn til að aflétta tak­mörk­un­un­um.

„Þegar var horft á sótt­varn­ar­sjón­ar­miðin og álagið á spít­al­ann og annað, þá var þetta nátt­úru­lega ekk­ert búið,“ seg­ir Víðir.

„Það voru mjög strembn­ar vik­urn­ar og fyrstu mánuðirn­ir eft­ir þetta fyr­ir heil­brigðis­kerfið. Það var heil­mikið í gangi í kring­um þetta í marga mánuði eft­ir að tak­mörk­un­um var aflétt.

Ég var að vona að það þyrfti ekk­ert að grípa til neinna aðgerða en ég var ekk­ert al­veg sann­færður um að svo yrði ekki.“

Var eitt­hvað rætt að setja aft­ur á tak­mark­an­ir?

„Nei ekki í neinni al­vöru. Það var lagt mat á stöðuna og skoðað sviðsmynd­ir og gert hættumat hvar væri hugs­an­lega hætta á að eitt­hvað myndi bresta sem þyrfti að bregðast við. Sem bet­ur fer fund­ust aðrar leiðir til að tak­ast á við það held­ur en tak­mark­an­ir,“ seg­ir Víðir.

Heil­brigðis­kerfið laskað eft­ir far­ald­ur

Víðir seg­ir að heil­brigðis­kerfið hafi laskaðist mjög mikið í far­aldr­in­um.

„Þegar við erum að verða búin að jafna okk­ur á þessu þá verða menn að skoða það heild­stætt hvernig heil­brigðis­kerfið þarf að geta tek­ist á við svona at­b­urði og kom­ist í gegn­um það án þess að stoppa allt sam­fé­lagið af,“ seg­ir Víðir.

Hann seg­ir það hafi verið stóra áskor­un­in í far­aldr­in­um að halda álag­inu und­ir þeim mörk­um að heil­brigðis­kerfið myndi ekki bresta.

Gífurlegt álag var á heilbrigðisstarfsfólki í faraldrinum.
Gíf­ur­legt álag var á heil­brigðis­starfs­fólki í far­aldr­in­um. Ljós­mynd/​Land­spít­ali/Þ​orkell

Hrædd­ur um óbreytta stöðu í næsta far­aldri

„Það er auðvitað hægt að bregðast við því núna þegar það er friður í þess­um mál­um að taka kerfið til gaum­gæfi­legr­ar skoðunar út frá reynsl­unni í Covid og sjá hvernig við byggj­um kerfið sterk­ar upp þannig það verði áfallaþoln­ara og það þurfi meira til til þess að það verði farið að grípa til sam­fé­lags­legra tak­mark­ana held­ur en þurfti eins og kerfið var statt í mars 2020 og síðan mánuðina og árin tvö þar á eft­ir,“ seg­ir Víðir.

Hann seg­ir það eðli „svona ham­fara­átaka“ að þegar þau eru yf­ir­staðin að þá sé fólk svo bugað og búið að fá svo nóg að gluggi tæki­fær­anna, til þess að breyta, lok­ist.

„Það sem ég er svo­lítið hrædd­ur um er að ef það verður ekki notað tæki­færið núna mjög fljót­lega að fara ít­ar­lega í gegn­um þessi kerfi sem voru und­ir hvað mestu álagi meðan far­ald­ur­inn var, þá verðum við í ná­kvæm­lega stöðu þegar næsti far­ald­ur kem­ur,“ seg­ir Víðir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert