Sprengjuhótun í Ráðhúsi Reykjanesbæjar

Ráðhús Reykjanesbæjar.
Ráðhús Reykjanesbæjar. Ljósmynd/Ja.is

Tilkynning barst í tölvupósti í morgun um að búið væri að koma fyrir sprengjum í Ráðhúsi Reykjanesbæjar.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir skilaboðin hafa borist á almennt netfang bæjarins og voru þau skrifuð á ensku, að því er Víkurfréttir greina frá.

Húsið var rýmt þegar í stað, en þar starfa um 100 manns.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað öllum aðgangi að húsinu og er von á sérfræðingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með leitarhund til að fara inn í húsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert