Allt að 50% hækkun á áskriftinni

mbl.is/Hari

Voda­fo­ne til­kynnti viðskipta­vin­um sín­um með tölvu­pósti sl. miðviku­dag að fyr­ir­tækið myndi hækka verð á ýms­um áskrift­ar­leiðum sín­um um kom­andi mánaðamót. Flest­ar sjón­varps­áskrift­ir Stöðvar 2 hækka um 1.000 kr.

Áskrif­end­ur Fjölvarps S og Stöðvar 2 Fjöl­skyldu sjá yfir 50% hækk­un í áskrift­ar­verði en báðar stöðvar hækka úr 1.990 kr. á mánuði upp í 2.990 krón­ur á mánuði.

Sum­ar áskrift­ar­leiðir verða ekki fyr­ir verðbreyt­ing­um. Til að mynda verður eng­in íþrótta­áskrift hækkuð í verði. Grunn­á­skrift að Stöð 2 mun nú kosta 8.990 krón­ur en stöðin kostaði áður 7.990. Stöð 2+ hækk­ar einnig um 1.000 kr. og kost­ar nú 4.990 kr. á mánuði.

Nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert