Búist við lokun í Hlíðarfjalli út helgina

Um 2.500 manns sóttu skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í gær.
Um 2.500 manns sóttu skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli á Ak­ur­eyri var lokað á há­degi í dag og ekki er bú­ist við opn­un á morg­un sök­um veðurs. Marg­ir hafa lagt leið sína á Ak­ur­eyri þar sem vetr­ar­frí er í mörg­um skól­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Um 2500 manns sóttu skíðasvæðið í gær og var það stærsti dag­ur vetr­ar­ins, að sögn Brynj­ars Helga Ásgeirs­son­ar, for­stöðumanns skíðasvæðis­ins í Hlíðarfjalli.

Stemn­ing­in í gær hafi verið virki­lega góð og því sé leiðin­legt að geta ekki haft opið alla helg­ina, en svæðið var opið á milli klukk­an tíu og tólf í dag.

„Það er ótrú­lega margt fólk að sunn­an í bæn­um. Það var gott veður í gær, en það er lægð í dag og á morg­un, þannig að ég sé ekki fram á að við náum að opna á morg­un, því miður. Vind­ur­inn er bara of sterk­ur,” seg­ir Brynj­ar í sam­tali við mbl.is.

Skíðasvæðinu var lokað á hádegi í dag.
Skíðasvæðinu var lokað á há­degi í dag. mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son

Lík­urn­ar á opn­un í lág­marki

Spurður hvort staðan verði end­ur­met­in í fyrra­málið, svar­ar Brynj­ar ját­andi en hann á þó ekki von á að skíðasvæðið verði opnað.

„Það er spáð 25 metr­um á sek­úndu og miðað við all­ar veður­spár myndi ég stilla lík­un­um á því að við opn­um á morg­un í lág­mark.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert