Byrja að meta tjónið í dag

Miklar skemmdir urðu á ker­húsi Arctic Fish á Tálknafirði í …
Miklar skemmdir urðu á ker­húsi Arctic Fish á Tálknafirði í brunanum. Ljósmynd/Aðsend

Stein Ove Tveiten, fram­kvæmda­stjóri Arctic Fish, seg­ir að í dag muni hann ásamt hópi fag­fólks kanna aðstæður um­hverf­is verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins í Tálknafirði.

Gengið verður um­hverf­is húsið og sjónskoðun fram­kvæmd, en að sögn Stein er ekki ör­uggt að fram­kvæma ít­ar­lega skoðun inn í hús­inu að svo stöddu. 

Þá er ljóst að end­an­legt mat á tjón­inu sem hlaust af brun­an­um ligg­ur ekki fyr­ir fyrr en búið er að kanna það hvernig leiðslur und­ir hús­inu, komu und­an eld­in­um. Mynda­vél­ar verða send­ar niður eft­ir leiðsl­un­um og svo unnið úr þeim gögn­um. 

Ferlið mun senni­lega taka á bil­inu viku til tvær, en Stein von­ar að það verði ekki mikið lengra en svo. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert