Flaug 4.000 km og var hjúkrað á Tene

Sílamáfur sem merktur var í Reykjavík fannst á árinu 2021 …
Sílamáfur sem merktur var í Reykjavík fannst á árinu 2021 veikur og var hjúkrað á Tenerife. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sílamáfur sem merktur var í Reykjavík fannst á árinu 2021 veikur og var hjúkrað á Tenerife. Hafði hann þá flogið 4.018 kílómetra frá merkingarstað. Einnig fannst jaðrakan í Fnjóskadal á sama ári sem merkt hafði verið á Spáni á árinu 2007 í 3.071 km fjarlægð.

Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu um fuglamerkingar og endurheimt merktra fugla á Íslandi árið 2021 sem Náttúrufræðistofnun Íslands gefur út. Í ljós kom að óvenjufáar langferðir voru meðal endurheimta ársins. Á árinu fannst urtönd á hreiðri við Víkingavatn en hún var merkt í Portúgal á árinu 2018, 3.069 km frá hreiðri sínu. „Þetta er fyrsta urtöndin sem vitað er um sem gerir sér ferð á milli þessara landa,“ segir í umfjöllun um niðurstöðurnar.

Nánar í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert