Flaug 4.000 km og var hjúkrað á Tene

Sílamáfur sem merktur var í Reykjavík fannst á árinu 2021 …
Sílamáfur sem merktur var í Reykjavík fannst á árinu 2021 veikur og var hjúkrað á Tenerife. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síla­máf­ur sem merkt­ur var í Reykja­vík fannst á ár­inu 2021 veik­ur og var hjúkrað á Teneri­fe. Hafði hann þá flogið 4.018 kíló­metra frá merk­ing­arstað. Einnig fannst jaðrak­an í Fnjóska­dal á sama ári sem merkt hafði verið á Spáni á ár­inu 2007 í 3.071 km fjar­lægð.

Þetta kem­ur fram í ný­út­kom­inni skýrslu um fugla­merk­ing­ar og end­ur­heimt merktra fugla á Íslandi árið 2021 sem Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands gef­ur út. Í ljós kom að óvenjuf­á­ar lang­ferðir voru meðal end­ur­heimta árs­ins. Á ár­inu fannst urtönd á hreiðri við Vík­inga­vatn en hún var merkt í Portúgal á ár­inu 2018, 3.069 km frá hreiðri sínu. „Þetta er fyrsta urtönd­in sem vitað er um sem ger­ir sér ferð á milli þess­ara landa,“ seg­ir í um­fjöll­un um niður­stöðurn­ar.

Nán­ar í Morg­un­blaðinu. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert