Gefst kostur á að bjóða í liðskipti

Áætlað er að gera allt að 700 aðgerðir á þessu …
Áætlað er að gera allt að 700 aðgerðir á þessu ári. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands hafa aug­lýst eft­ir til­boðum frá heil­brigðis­fyr­ir­tækj­um á einka­markaði til að gera liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám sjúk­linga.

Áætlað er að gera allt að 700 aðgerðir á þessu ári. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um for­stjóra Sjúkra­trygg­inga upp­fylla tvö fyr­ir­tæki skil­yrði Embætt­is land­lækn­is til að gera slík­ar aðgerðir.

1800 manns biðu eft­ir liðskiptaaðgerðum hjá op­in­ber­um heil­brigðis­stofn­un­um í upp­hafi þessa árs. Hafa 84% þeirra beðið leng­ur en 90 daga.

Mark­mið heil­brigðis­yf­ir­valda er að hlut­fall þeirra sem bíða aðgerðar leng­ur en 90 daga fari ekki yfir 20% hjá hverj­um þjón­ustu­veit­anda.

Stefnt er að því að liðskiptaaðgerðirn­ar geti haf­ist 1. apríl næst­kom­andi.

Nán­ar í Morg­un­blaðinu. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert