Gefst kostur á að bjóða í liðskipti

Áætlað er að gera allt að 700 aðgerðir á þessu …
Áætlað er að gera allt að 700 aðgerðir á þessu ári. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Sjúkratryggingar Íslands hafa auglýst eftir tilboðum frá heilbrigðisfyrirtækjum á einkamarkaði til að gera liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám sjúklinga.

Áætlað er að gera allt að 700 aðgerðir á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum forstjóra Sjúkratrygginga uppfylla tvö fyrirtæki skilyrði Embættis landlæknis til að gera slíkar aðgerðir.

1800 manns biðu eftir liðskiptaaðgerðum hjá opinberum heilbrigðisstofnunum í upphafi þessa árs. Hafa 84% þeirra beðið lengur en 90 daga.

Markmið heilbrigðisyfirvalda er að hlutfall þeirra sem bíða aðgerðar lengur en 90 daga fari ekki yfir 20% hjá hverjum þjónustuveitanda.

Stefnt er að því að liðskiptaaðgerðirnar geti hafist 1. apríl næstkomandi.

Nánar í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert