Grimmdin á sér engin takmörk

Úkraínumenn á Íslandi efndu til mótmælastöðu gegn innrásinni við rússneska …
Úkraínumenn á Íslandi efndu til mótmælastöðu gegn innrásinni við rússneska sendiráðið í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég vona að þessu al­gjör­lega til­efn­is­lausa og grimmi­lega rúss­neska stríði fari að ljúka. Heim­ur­inn má ekki gleyma í eitt augna­blik að grimmd­in og yf­ir­gang­ur­inn eiga sér eng­in tak­mörk. Aðeins í sam­ein­ingu get­um við komið á friði og tryggt ör­yggi allr­ar Evr­ópu og í heim­in­um öll­um.“

Þetta seg­ir Olena Jadallah, fyrr­ver­andi vara­borg­ar­stjóri í Irpín í Úkraínu, við Morg­un­blaðið en hún er á meðal fjölda flótta­fólks frá Úkraínu sem leitað hafa skjóls hér á landi.

Ár var liðið í gær frá því að inn­rás Rússa í Úkraínu hófst en rætt er við nokkra Úkraínu­menn í Morg­un­blaðinu í dag og Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. Úkraínu­menn á Íslandi efndu í gær til mót­mæla­stöðu við rúss­neska sendi­ráðið síðdeg­is í gær til að mót­mæla stríðsrekstri Rússa.

Olena Jadallah á sér þá von að stríðinu ljúki á þessu ári. Hún stefn­ir á það, ásamt eig­in­manni og tveim­ur son­um, að snúa heim til Úkraínu að stríðinu loknu.

Heyrði sprengj­urn­ar falla

„Við þurf­um að end­ur­reisa heim­ilið okk­ar og fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið, en meiri­hluti bygg­inga og skrif­stofa skemmd­ust eða eyðilögðust þegar borg­in var her­num­in,“ seg­ir hún. Olena Koval, sem rætt er við í Sunnu­dags­blaðinu, á sér einnig von um að snúa heim að stríði loknu, líkt og nafna henn­ar, Jadallah. Olena Koval flúði hingað frá Kænug­arði, ásamt börn­um sín­um og for­eldr­um. Eig­inmaður henn­ar varð eft­ir í Úkraínu. Þau eiga börn; 11 ára son og rúm­lega eins árs dótt­ur, sem var aðeins um tveggja mánaða þegar stríðið braust út.

„Það var klukk­an fimm að nóttu,“ seg­ir Olena um nótt­ina í Kænug­arði er stríðið hófst. „Ég heyrði sprengj­ur falla. Við vöknuðum, hl­ustuðum eft­ir sprengj­un­um og kveikt­um á sjón­varp­inu en þar var ekk­ert að sjá eða heyra. En stuttu síðar sáum við til­kynnt að stríð væri hafið og það greip um sig ofsa­hræðsla og fólk fór að yf­ir­gefa borg­ina.“

Mynd frá athöfninni.
Mynd frá at­höfn­inni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert