Gunnars gefst upp fyrir SKE

Hið ástsæla Gunnars mæjónes.
Hið ástsæla Gunnars mæjónes. mbl.is

Framleiðslufyrirtækið Gunnars ehf. mun ekki áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitsins (SKE) um að ógilda sölu á fyrirtækinu til Kaupfélags Skagfirðinga (KS) til úrskurðarnefndar samkeppnismála.

Í tilkynningu frá Gunnars kemur fram að félagið hafi ekki bolmagn til að takast á við SKE, sem hafi fjárráð og mannafla til að ná fram vilja sínum, í dómsal enda sé slíkt ferli líklegt til að taka nokkur ár.

Lítið eða meðalstórt fjölskyldufyrirtæki

„Gunnars ehf. er ekki stórt fyrirtæki. Það […] er nálægt því sem hægt er að kalla lítið eða meðalstórt fjölskyldufyrirtæki. Benda má á að í löndum hér í nálægð við okkur geta fyrirtæki af svipaðri stærðargráðu fengið niðurstöðu í svona mál á nokkrum vikum,“ segir í tilkynningunni frá Gunnars ehf.

Þá gerir KS ýmsar athugasemdir við vinnubrögð SKE í málinu sem nánar er fjallað um í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert