Lögregla ekki enn haft hendur í hári veggjakrotarans

Blaðamaður náði mynd af vegg Melabúðarinnar í morgun.
Blaðamaður náði mynd af vegg Melabúðarinnar í morgun. mbl.is/Þóra Birna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú upptökur úr eftirlitsmyndavélum Melabúðarinnar af manni sem krotaði á vegg verslunarinnar í gærkvöldi.

Lögregla hefur enn ekki haft hendur í hári veggjakrotarans, en hann framdi skemmd­ar­verk á þó nokkrum veggj­um, girðing­um og íbúðar­hús­um í Vesturbænum. 

Krotaði hann sama tákn í hvert skipti, „HNP“.

Eins og áður sagði, þá er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert