Helmingur íbúa aðildarlanda Evrópusambandsins er eldri en 44,4 ára og hefur miðaldurinn (miðgildi) hækkað um tvö og hálft ár á undanförnum áratug. Miðaldur Íslendinga er til muna lægri eða 36,7 ár og er hann hvergi lægri en hér á landi í nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á aldurssamsetningu íbúa í 31 Evrópulandi á seinasta ári samanborið við árið 2012.
Fram kemur að meðalaldur Íslendinga hefur hækkað um 1,4 ár á þessu tíu ára tímabili eða frá árinu 2012.
Nánar í Morgunblaðinu.