Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt eftir klukkan hálf tvö í dag um umferðarslys á Hafnarfjarðarhöfn þar sem lyftara hafði verið ekið á bifreið.
Í dagbók lögreglu kemur fram að ökumaður lyftarans reyndist ekki hafa réttindi til að vinna á vinnuvél á opnu svæði.
Tæplega hálftíma síðar barst tilkynning um karlmann sem féll á göngu í Hörpu með þeim afleiðingum að hann hlaut beinbrot á fæti. Maðurinn var fluttur á slysadeild.