Ók lyftara réttindalaus á bifreið

Þetta kemur fram í dagbók lögrelgu.
Þetta kemur fram í dagbók lögrelgu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu barst til­kynn­ing rétt eft­ir klukk­an hálf tvö í dag um um­ferðarslys á Hafn­ar­fjarðar­höfn þar sem lyft­ara hafði verið ekið á bif­reið. 

Í dag­bók lög­reglu kem­ur fram að ökumaður lyft­ar­ans reynd­ist ekki hafa rétt­indi til að vinna á vinnu­vél á opnu svæði.

Tæp­lega hálf­tíma síðar barst til­kynn­ing um karl­mann sem féll á göngu í Hörpu með þeim af­leiðing­um að hann hlaut bein­brot á fæti. Maður­inn var flutt­ur á slysa­deild.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert