Lottó tölur kvöldsins færðu engum miðaeigenda fyrsta né annan vinning og verður potturinn því tvöfaldur næsta laugardag.
Enginn var með allar tölur í réttri röð í Jóker kvöldsins en þrír höfðu heppnina með sér varðandi annan vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í sinn hlut.
Miðarnir voru keyptir á N1 Stórahjalla í Kópavogi, í Lottó appinu og einn var í áskrift.