Reisa sparkvöll á Landakotstúninu

Völlurinn á að nýtast börnum í Landakotsskóla á skólatíma og …
Völlurinn á að nýtast börnum í Landakotsskóla á skólatíma og börnum í hverfinu í heild þess utan. mbl.is/Jim Smart

Borgarráð samþykkti nýlega að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Landakotstúni svo unnt sé að reisa þar sparkvöll/battavöll og leiksvæði sem nýtist börnum í Landakotsskóla á skólatíma og börnum í hverfinu í heild þess utan. Umhverfis- og skipulagssvið mun vinna tillöguna í samráði við Landakotskirkju og Landakotsskóla en lóðin er í eigu Landakotskirkju.

Haustið 2021 kynnti Reykjavíkurborg áform um að koma upp upphituðum battavelli og leiksvæði á austurhluta Landakotstúns. Íbúaráð Vesturbæjar og skólastjóri Landakotsskóla höfðu kallað eftir bættri leikaðstöðu á svæðinu og biskup kaþólskra hafði veitt leyfi sitt. Frumkostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á 88 milljónir króna.

Nánar í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert