Ríkjandi sunnanátt og hviðótt við fjöll

Ökumenn eru hvattir til að fara varlega á Snæfellsvegi, Vestfjörðum …
Ökumenn eru hvattir til að fara varlega á Snæfellsvegi, Vestfjörðum og Ströndum í dag enda verður þar mjög hviðótt við fjöll. Rax / Ragnar Axelsson

Ökumenn eru hvattir til að fara varlega á Snæfellsvegi, Vestfjörðum og Ströndum í dag enda verður þar mjög hviðótt við fjöll. 

Sunnanátt verður ríkjandi á landinu í dag. Gera mun hvassviðri eða storm á norðvestanverðu landinu fram undir hádegi, en dregur síðan úr vindi. 

Mun hægari vindur verður eystra, að því er fram kemur í hugleiðingum Veðurfræðings. 

Aftur hvessir norðan- og vestanlands í kvöld og nótt, en fer síðan að draga úr vindi í fyrramálið. 

Sunnankaldi eða strekkingur verður svo á morgun og rigning eða súld öðru hvoru, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Áfram verður milt veður um land allt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert