Taldi kalóríur átta ára

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    ​Allt frá barnæsku hef­ur Rut Ei­ríks­dótt­ir glímt við offitu­sjúk­dóm og var strax kom­in í megr­un um átta ára ald­ur. Aðeins þrett­án ára göm­ul þróaði Rut með sér átrösk­un og upp úr tví­tugu fann hún að hún hafði enga stjórn. Eft­ir að hafa bar­ist áfram í ár­araðir og prófað alla megr­unakúra í bók­inni, leitaði Rut sér hjálp­ar hjá efna­skipta- og offitu­teym­inu á Reykjalundi. Rut, sem er hjúkr­un­ar­fræðing­ur hjá offitu­teymi Klíník­inn­ar, hyggst nú, ásamt fleir­um, stofna sam­tök fólks með offitu, SFO, þann 4. mars, á alþjóðlega offitu­deg­in­um. Rut sett­ist niður með blaðamanni í Dag­máls­mynd­veri Árvak­urs og sagði sína sögu. 

    Synd hvað þú ert feit

    „Ég hef verið þung frá fjög­urra, fimm ára aldri,“ seg­ir Rut og seg­ist fljót­lega hafa farið að fá skila­boð frá um­hverf­inu að hún væri of þung. 

    „Í skól­an­um var ég reglu­lega tek­in til skóla­hjúkr­un­ar­fræðings þar sem mér var sagt að ég yrði að létta mig; það væri betra að vera létt­ari. Ég átti að fá fal­legt strokleður í verðlaun ef ég myndi létt­ast en það kom nú aldrei til,“ seg­ir hún og seg­ir að eft­ir eitt sum­ar­fríið hafi hún reynd­ar lést eft­ir úti­leiki allt sum­arið. 

    „Ég var átta ára þarna, en fékk samt ekki strokleðrið af því ég hafði ekki létt mig af ásetn­ingi. Það var mjög sárt,“ seg­ir Rut og seg­ist strax sem barn hafa fundið fyr­ir skömm vegna þyngd­ar­inn­ar. 

    „Ég æfði mikið sund og fannst það skemmti­leg­ast í heimi. Eitt sinn sagði sund­kenn­ar­inn við mig að það væri synd hvað ég væri feit því ég myndi eiga góða mögu­leika ef ég væri grönn.“ 

    Móðir Rut­ar, var eins og marg­ar kon­ur, alltaf í megr­un og ólst því Rut upp við að það væri normið.  

    „Ég man eft­ir að hafa verið að telja kalórí­ur um átta, níu ára göm­ul. Þetta voru skila­boðin sem mamma fékk og hún var að reyna að gera það besta fyr­ir okk­ur,“ seg­ir hún og seg­ir að skila­boðin í þjóðfé­lag­inu eru þau að fólk eigi að breyta sér. 

    „En megr­un­ar­kúr­ar eru fit­andi og verða að víta­hring.“

    Ítar­legt viðtal er við Rut í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina en einnig má horfa á Dag­málsþátt­inn í heild hér

    Þessi grein birt­ist
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Þessi grein birt­ist
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert