Varð vör við tvö ungmenni með fölsk skilríki

Lögregla fór inn á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir …
Lögregla fór inn á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan eitt í nótt. mbl.is/Ari

Lögregla fór inn á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan eitt í nótt og varð þar vör við tvö ungmenni sem höfðu framvísað fölskum skilríkjum. Einungis einn dyravörður var við störf og var sá með útrunnin réttindi. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þá var maður til vandræða í miðbænum, sem „gat ekki valdið sér sökum ölvunar.“ Var hann látinn gista í fangageymslu. 

Umferðarslys varð á Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku, en engan sakaði. 

Maður til vandræða á krá

Bifreið var stöðvuð í Garðabæ þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Að lokinni sýnatöku var hann látinn laus. Farþegi í bifreiðinni er aftur á móti grunaður um vörslu ávana- og fíkniefna. Rituð var vettvangsskýrsla. 

Lögregla í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ hafði afskipti af talsverðum fjölda ökumanna. Þrír eru grunaðir um akstur undir áhrifum, einn ók á rauðu ljósi og annar grunaður um of hraðan akstur. 

Loks var tilkynnt um mann til vandræða á krá í Árbæ og var honum ekið til síns heima af lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert