Varð vör við tvö ungmenni með fölsk skilríki

Lögregla fór inn á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir …
Lögregla fór inn á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan eitt í nótt. mbl.is/Ari

Lög­regla fór inn á skemmti­stað í miðbæ Reykja­vík­ur laust fyr­ir klukk­an eitt í nótt og varð þar vör við tvö ung­menni sem höfðu fram­vísað fölsk­um skil­ríkj­um. Ein­ung­is einn dyra­vörður var við störf og var sá með út­runn­in rétt­indi. 

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu.

Þá var maður til vand­ræða í miðbæn­um, sem „gat ekki valdið sér sök­um ölv­un­ar.“ Var hann lát­inn gista í fanga­geymslu. 

Um­ferðarslys varð á Suður­lands­vegi við Lög­bergs­brekku, en eng­an sakaði. 

Maður til vand­ræða á krá

Bif­reið var stöðvuð í Garðabæ þar sem ökumaður var grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um áv­ana- og fíkni­efna. Að lok­inni sýna­töku var hann lát­inn laus. Farþegi í bif­reiðinni er aft­ur á móti grunaður um vörslu áv­ana- og fíkni­efna. Rituð var vett­vangs­skýrsla. 

Lög­regla í Grafar­vogi, Mos­fells­bæ og Árbæ hafði af­skipti af tals­verðum fjölda öku­manna. Þrír eru grunaðir um akst­ur und­ir áhrif­um, einn ók á rauðu ljósi og ann­ar grunaður um of hraðan akst­ur. 

Loks var til­kynnt um mann til vand­ræða á krá í Árbæ og var hon­um ekið til síns heima af lög­reglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert