Tvö málverk eftir Gunnlaug Blöndal sem sýna nekt kvenna eru enn í geymslu Seðlabankans nú fjórum árum eftir að miklar umræður sköpuðust um þá ákvörðun stjórnenda bankans að fjarlægja þau úr opnum rýmum vegna þess að einhverjum starfsmönnum misbauð myndefnið.
Í formlegu svari frá Stefáni Jóhanni Stefánssyni, ritstjóra á skrifstofu bankastjóra, við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að nú standi yfir umfangsmiklar endurbætur á húsnæði bankans og af þeim sökum hafi nær öllum málverkum bankans verið komið fyrir í geymslu. Um tvö ár séu síðan framkvæmdir hófust.
Ekki hafi verið tekin afstaða til framtíðarstaðsetningar málverka bankans að svo komnu máli og ekki verið könnuð afstaða starfsfólks til málverkanna eftir Gunnlaug Blöndal.
Nánar í Morgunblaðinu.