Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda er undir stúkunni á Laugardalsvelli. Þar er að finna rúmlega 6000 bókatitla. Borð eru merkt eftir efni þeirra bóka sem þar er að finna en þar má líka sjá 77 tilvitnanir sem tengjast ástinni. „Það er nefnilega þannig að í öllum góðum bókum er ást í einni eða annarri mynd,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri markaðarins, sem valdi tilvitnanirnar úr bókinni Þúsund ástarspor sem Ísak Harðarson þýddi. Sú bók er reyndar uppseld og ekki að finna á markaðnum, en það ætti ekkl að koma að sök því úr nógu öðru er að velja.
Sagt er nánar frá bókamarkaðnum í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.