Bakpokinn fullur af áfengi

Lögregla fór af stað og fann bakpokann.
Lögregla fór af stað og fann bakpokann. mbl.is/Ari

Til­kynn­ing barst lög­reglu vegna þess að það sást til manns kasta bak­poka und­ir bif­reið í miðbæn­um og forða sér í burtu. 

Lög­regla fór af stað og fann bak­pok­ann, en hann reynd­ist full­ur af áfengi. 

Til­kynnt var um hávaða í heima­húsi í hverfi 102, en hús­ráðend­ur lofuðu að lækka, að því er fram kem­ur í dag­bók lög­reglu. 

Eitt­hvað um slags­mál

Hiti var í hóp ung­linga á ung­linga­sam­kvæmi, sem lög­regla hafði af­skipti af í gær­kvöldi, en eitt­hvað var um slags­mál. 

Til­kynnt var um að farþegi hafi ráðist á leigu­bíl­stjóra og farið svo í burtu án þess að greiða fyr­ir farið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert