Tilkynning barst lögreglu vegna þess að það sást til manns kasta bakpoka undir bifreið í miðbænum og forða sér í burtu.
Lögregla fór af stað og fann bakpokann, en hann reyndist fullur af áfengi.
Tilkynnt var um hávaða í heimahúsi í hverfi 102, en húsráðendur lofuðu að lækka, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Hiti var í hóp unglinga á unglingasamkvæmi, sem lögregla hafði afskipti af í gærkvöldi, en eitthvað var um slagsmál.
Tilkynnt var um að farþegi hafi ráðist á leigubílstjóra og farið svo í burtu án þess að greiða fyrir farið.