Bensínsprengjan reyndist íkveikja

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regla fór á vett­vang vegna til­kynn­ing­ar um æst­an og ógn­andi mann með gasgrímu í gær­kvöldi. 

Þá var einnig til­kynnt um mann í ann­ar­legu ástandi í Hlíðunum. Þegar lög­regla kom á vett­vang lét maður­inn öll­um ill­um lát­um og hafði í hót­un­um við lög­reglu á vett­vangi. Var hann í kjöl­farið vistaður í fanga­geymslu. 

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu. 

Bens­ín­sprengja reynd­ist rusl-íkveikja

Lög­reglu barst til­kynn­ing um að bens­ín­sprengju hafi verið kastað í hús í miðbæn­um. Lög­regla fór á vett­vang og slökkti eld­inn, en við rann­sókn kom í ljós að kveikt hafði verið í rusli, og var því ekki um bens­ín­sprengju að ræða.

Til­kynnt var um lík­ams­árás og slasaðist einn, en þó ekki al­var­lega. Málið er til rann­sókn­ar hjá lög­reglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert