Lögregla fór á vettvang vegna tilkynningar um æstan og ógnandi mann með gasgrímu í gærkvöldi.
Þá var einnig tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í Hlíðunum. Þegar lögregla kom á vettvang lét maðurinn öllum illum látum og hafði í hótunum við lögreglu á vettvangi. Var hann í kjölfarið vistaður í fangageymslu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Lögreglu barst tilkynning um að bensínsprengju hafi verið kastað í hús í miðbænum. Lögregla fór á vettvang og slökkti eldinn, en við rannsókn kom í ljós að kveikt hafði verið í rusli, og var því ekki um bensínsprengju að ræða.
Tilkynnt var um líkamsárás og slasaðist einn, en þó ekki alvarlega. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.