Brenglaðar staðalmyndir og ranghugmyndir um vændi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:36
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:36
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Í bók­inni Venju­leg­ar kon­ur fer Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir yfir sögu vænd­is í sam­fé­lag­inu og skoðar frá ýms­um sviðum og ræðir við fólk sem vinn­ur með þolend­um. Hún birt­ir einnig sög­ur sex ís­lensk­ar kvenna sem hafa verið í vændi. Bók­ina skrifaði Bryn­hild­ur að frum­kvæði og í sam­vinnu við Evu Dís Þórðardótt­ur, brotaþola vænd­is og bar­áttu­konu og leiðbein­anda í hóp­a­starfi Stíga­móta.

Í viðtali í Dag­mál­um ræðir hún meðal ann­ars það hvernig brenglaðar staðal­mynd­ir og rang­hug­mynd­ir gegn­sýra sam­fé­lagið þegar vændi er ann­ars veg­ar.

„Við erum með nokkr­ar staðal­mynd­ir, til dæm­is ham­ingju­sömu hór­una sem elsk­ar kyn­líf og vill bara vera í því, fá að sofa hjá eins mikið og hún vill og er al­veg til í að fá borga fyr­ir það. Önnur staðalí­mynd er gleðikon­an með gull­hjartað og er til dæm­is í La Tra­viata, há­menn­ing­unni sjálfri, sem birt­ing­ar­mynd konu sem fórn­ar sér vegna ham­ingju ann­ars, er í vændi til að bjarga ein­hverj­um öðrum. Þetta eru hug­mynd­irn­ar sem við höf­um og tök­um með okk­ur og það er ekki fyrr en frek­ar ný­lega að við sjá­um í raun­inni hversu mikið of­beldi vændi get­ur verið, eins og í mynd Lukas Moo­dys­son, Lilja For Ever.

Við skil­grein­um kyn­frelsi út frá því að maður vel­ur hvar, vel­ur hvenær og vel­ur með hverj­um, en ef þú ert í þeirri stöðu að þú ert að stunda viðskipti ertu bú­inn að af­sala þér öll­um þau mörk­um sem kyn­frelsi þitt býður þér. Nema að þú get­ur ákveðið hvenær, svona um það bil.

Allt viðtalið við Bryn­hildi er aðgengi­leg fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert