„Ekki frá neinu segjandi“

Ástráður hefur rætt við báða aðila en staðan helst óbreytt.
Ástráður hefur rætt við báða aðila en staðan helst óbreytt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástráður Haraldsson sáttasemjari hefur ekki boðað fund í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann hefur rætt við forsvarsfólk beggja félaganna um helgina.

„Það er ekki frá neinu segjandi,“ segir Ástráður í samtali við mbl.is. Hann er í sambandi við samninganefndir Eflingar og SA þótt viðræðum hafi verið hætt.

Félögin standa nú í málaferlum. SA hafa móttekið stefnu ASÍ vegna verkbanns gegn félagsfólki Eflingar, sem fyrrnefnda félagið telur ógilt. Málið er þingfest kl. 16.15 í Félagsdómi á morgun.

Þá hafa Samtök fyr­ir­tækja á veit­inga­markaði (SVEIT) lýst því yfir að fyr­ir­tækj­um í SVEIT beri eng­in skylda til þess að taka þátt í verk­banni SA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert