Fann búta úr yfir 500 ára gömlu skinnhandriti

Eyþór Guðmundsson fornbókasafnari fann, fyrir um þremur og hálfu ári …
Eyþór Guðmundsson fornbókasafnari fann, fyrir um þremur og hálfu ári síðan, búta úr skinnhandritum sem síðar reyndust vera ævafornir. Samsett mynd

„Ég missti and­ann um stund og starði á hand­rita­bút­ana,“ seg­ir Eyþór Guðmunds­son forn­bóka­safn­ari.

Þar lýs­ir hann til­finn­ing­unni sem fór um hann þegar hann áttaði sig á því að hann hefði fundið búta úr fornu skinn­hand­riti. Bút­arn­ir voru notaðir sem viðgerðarefni í gam­alli viðgerð á ann­arri forn­bók.

Síðar kom í ljós að bút­arn­ir eru tald­ir yfir 500 ára gaml­ir.

Bútar úr um yfir 500 ára gömlum skinnhandritum sem Eyþór …
Bút­ar úr um yfir 500 ára göml­um skinn­hand­rit­um sem Eyþór Guðmunds­son forn­bóka­safn­ari fann er hann fékkst við að gera upp þýska forn­bók. Sam­sett mynd

Á fjórða hundrað forn­bóka

Eyþór á safn forn­bóka sem tel­ur á fjórða hundruð bæk­ur.

„Flest­ar bæk­ur sem ég á eru um 250 til 350 ára gaml­ar og svo á ég tölu­vert af bók­um sem  eru enn eldri.“

Hann safn­ar ekki aðeins bók­un­um held­ur ger­ir hann þær einnig upp. Hann hef­ur keypt eða hon­um hef­ur áskotn­ast með öðrum hætti fjöldi bóka í slæmu ástandi, sem hann hef­ur varið tíma og pen­ing­um í að lappa upp á með vel heppnuðum hætti.

Eyþór Guðmundsson fornbókasafnari á safn fornbóka sem telur á fjórða …
Eyþór Guðmunds­son forn­bóka­safn­ari á safn forn­bóka sem tel­ur á fjórða hundrað bæk­ur. Hann safn­ar ekki aðeins bók­un­um held­ur ger­ir hann þær einnig upp og held­ur við. Ljós­mynd/​Eyþór Guðmunds­son

Held­ur úti síðu á In­sta­gram

Nán­ast frá upp­hafi þess að hann fór að safna forn­bók­um seg­ist Eyþór hafa hugsað í þessa átt.

Hann seg­ist líta á það sem eitt af sín­um hlut­verk­um, sem forn­bóka­safn­ara sem legg­ur áherslu á ís­lensk­ar forn­bæk­ur, að tryggja að ástand bók­anna verði með allra besta móti og sem næst upp­runa­legu ástandi.

Þannig seg­ist hann til dæm­is alltaf nýta upp­runa­legt band bók­anna en aldrei þurft að láta binda þær inn í nýtt band.

„Ég lít svo á að ég sé að bjarga verðmæt­um, hluta af ís­lenskri menn­ing­ar­arf­leið.“

Eyþór held­ur úti áhuga­verðri síðu á In­sta­gram um þessa iðju sína, Old Icelandic Books.

Dæm­um ekki bók­ina eft­ir káp­unni

Fyr­ir um þrem­ur og hálfu ári síðan var Eyþór að gera upp bók sem vakið hafði at­hygli hans í versl­un­inni Bókakaffi.

„Ég man alltaf eft­ir því þegar ég rak aug­un í þessa bók. Það fór ekki mikið fyr­ir henni þar sem hún lá á meðal annarra fornra fræðibóka en kápa henn­ar fannst mér nokkuð sér­stök.

Eft­ir að hafa hand­leikið hana og gaum­gæft um stund þá ákvað ég að fjár­festa í henni blessaðri.“

Þarna seg­ir Eyþór frá frumút­gáfu þýsku guðsorðabók­ar­inn­ar Evang­elia Præfigurata eft­ir guðfræðing­inn Rein­h­ard Bake og hann held­ur áfram:

„Bók­in þurfti viðgerðar við og þegar ég byrjaði að klæða hana úr káp­unni komu í ljós bút­ar sem reynd­ust vera upp­skrift­ir úr hinni fornu Jóns­bók.“

Síðar kom í ljós að upp­skrift­irn­ar voru skrifaðar upp eft­ir Jóns­bók á 15. öld.

Snemma á 14. öld var farið að nefna lög­bók Magnús­ar Há­kon­ar­son­ar Nor­egs­kon­ungs (1238-1280) Jóns­bók eft­ir Jóni Ein­ars­syni sem vorið 1280 færði Íslend­ing­um bók­ina frá Magnúsi en árið eft­ir var hún lög­tek­in á Alþingi.

Upp­skrift­ir í sam­hengi sem ekki all­ir þekkja

Marg­ir kann­ast við hug­takið upp­skrift­ir en þá helst í sam­hengi við mat­ar­gerð, bakst­ur eða prjóna­skap.

Hug­takið kem­ur af því þegar kon­ur fóru á milli bæja og skrifuðu upp eft­ir hvor ann­arri. Upp­skrift­ir eru sem sagt eins og nafnið gef­ur til kynna þegar eitt­hvað er skrifað upp eft­ir öðru.

Eyþór seg­ir það hafa tíðkast í hundruð ára á Íslandi að skrifa upp frá göml­um hand­rit­um.

„Oft var um efni gam­alla laga­bóka eða Íslend­inga­sagna að ræða sem jafn­vel voru skrifaðar upp á papp­ír. Á sín­um tíma var mikið um að til dæm­is laga­bálk­ar og Íslend­inga­sög­urn­ar væru til á upp­skrift­um upp úr gömlu skinn­hand­rit­un­um.“

Sam­sett mynd

Ómet­an­leg­ur fund­ur

Víkj­um aft­ur að fundi Eyþórs. Hann seg­ir að um hafi verið að ræða af­skap­lega merki­leg­an fund en lítið vissi hann hvað ætti fleira eft­ir að koma í ljós. Seg­ir hann svo frá:

„Káp­an, sem var gull­fal­leg og ríku­lega skreytt, hafði fengið aðhlynn­ingu nokkr­um öld­um áður því bæði á toppi og botni kjal­ar henn­ar komu í ljós viðgerðir sem voru með þeim hætti að skinn­bút­ar höfðu verið saumaðir inn í hana til styrk­ing­ar.“

Bæði á toppi og botni kjalarins komu í ljós viðgerðir …
Bæði á toppi og botni kjalar­ins komu í ljós viðgerðir sem voru með þeim hætti að skinn­bút­ar höfðu verið saumaðir inn í káp­una til styrk­ing­ar. Ljós­mynd/​Eyþór Guðmunds­son

Eyþór hef­ur það fyr­ir reglu að henda ekki neinu sem hann finn­ur þar sem það gæti nýst hon­um síðar.

„Þegar ég fer að hreinsa skinn­bút­ana koma smátt og smátt í ljós eitt­hvað sem mér virt­ust vera tákn.

Eft­ir því sem ég næ að hreinsa bet­ur verða þau skýr­ari þar til ég átta mig á því hvað ég var með í hönd­un­um.

Ég varð stjarf­ur þegar ég gerði mér grein fyr­ir því hvers kon­ar menn­ing­ar­verðmæti ég var að hand­leika.

Þarna litu dags­ljósið gaml­ir hand­rits­bút­ar í fyrsta sinn í nokkr­ar ald­ir.“

Eyþór fann ómetanlega bútana er hann fékkst við að gera …
Eyþór fann ómet­an­lega bút­ana er hann fékkst við að gera upp þýska forn­bók. Ljós­mynd/​Eyþór Guðmunds­son

Heim­sókn til Árna­stofn­un­ar

Eyþór fór með þenn­an afar sjald­gæfa fund til Árna­stofn­un­ar sem rann­sakaði bút­ana. Sér­fræðing­ar stofn­un­ar­inn­ar komust að því að bút­arn­ir gætu verið yfir 500 ára gaml­ir.

Hann seg­ir það hafa verið í fjórða skiptið sem Árna­stofn­un barst slík­ur fund­ur til rann­sókn­ar síðan hún var sett á lagg­irn­ar árið 1972 og tók við hlut­verki Hand­rita­stofn­un­ar.

Al­veg hreint ótrú­leg saga en hef­ur Eyþór rek­ist á fleira merki­legt við viðgerðir sín­ar?

„Það er ekki óal­gengt að maður rek­ist á gaml­ar viðgerðir þegar maður er að fara í gegn­um bæk­urn­ar og er að gera þær upp.

Þegar maður tek­ur bæk­urn­ar í sund­ur rekst maður á jafn­vel 100 eða 200 ára gaml­ar viðgerðir. Í þess­ar viðgerðir hef­ur verið nýtt gam­alt efni til að mynda göm­ul sendi­bréf og fleira þess hátt­ar.“

Sögulegt fágæti svo ekki sé meira sagt.
Sögu­legt fá­gæti svo ekki sé meira sagt. Ljós­mynd/​Eyþór Guðmunds­son

Bóka­merki verður minn­is­merki

Í miðjum heims­far­aldri kór­ónu­veiru áskotnaðist hon­um göm­ul sálma­bók sem var að sögn Eyþórs í sjálfu sér ekk­ert sér­stak­lega merki­leg.

„Ég hreifst af kápu bók­ar­inn­ar og vildi eign­ast hana. Þegar ég var að blaða í gegn­um hana þá dett­ur miði úr henni, sem legið hafði á milli blaðsíðna, niður á gólf.

Miðinn, sem virt­ist hafa verið skrifaður árið 1907, var orðsend­ing frá bónda á bæ ein­um um að fólk kæmi ekki heim að bæn­um á meðan misl­ingafar­ald­ur­inn geisaði, nema nauðsyn bæri til.

Stór­skemmti­leg til­vilj­un að finna slíkt í heims­far­aldri sem hefði allt eins getað verið eitt af minn­is­blöðum Þórólfs, 113 árum fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn.

Trú­lega hef­ur miðinn verið notaður sem bóka­merki á sín­um tíma. Hann dúkk­ar svo upp rúm­um hundrað árum síðar sem minn­is­merki þess tíma.“

Orðsending frá árinu 1907 um að fólk kæmi ekki heim …
Orðsend­ing frá ár­inu 1907 um að fólk kæmi ekki heim að bæ ein­um á meðan misl­ingafar­ald­ur­inn geisaði, nema nauðsyn bæri til. Ljós­mynd/​Eyþór Guðmunds­son

Á fjórða tug upp­skrifta

Það eru ekki nema um þrír mánuðir síðan Eyþór fann gaml­ar upp­skrift­ir síðast.

„Ég fann meðal ann­ars fjöld­ann all­an af upp­skrift­um úr Jóns­bók og til dæm­is Óðals­bálk henn­ar.

Þetta voru yfir þrjá­tíu upp­skrift­ar­bút­ar en mér er sagt að til dæm­is Óðals­bálk­ur­inn sé ansi merki­leg­ur.“

Eyþór fann fyrir um þremur mánuðum síðan fjöldann allan af …
Eyþór fann fyr­ir um þrem­ur mánuðum síðan fjöld­ann all­an af upp­skrift­um úr Jóns­bók og til dæm­is Óðals­bálk henn­ar. Þetta voru yfir þrjá­tíu upp­skrift­ar­bút­ar. Eyþór seg­ir Óðals­bálk­inn ansi merki­leg­an. Sam­sett mynd

Vatnið bæði hreins­ar og nær­ir

„Ég tek bók­ina í sund­ur frá A-Ö og þvæ all­ar blaðsíður henn­ar upp úr vatni, sem bæði hreins­ar hann og nær­ir. Þá geri ég við hverja ein­ustu blaðsíðu áður en ég bind bók­ina aft­ur inn í upp­runa­legt band.“

Okk­ar frægu 12. og 13. ald­ar hand­rit eru öll rituð á bók­fell, það er að segja skinn. Það var ekki fyrr en eft­ir árið 1580 að papp­ír fór að taka við af bók­felli fyr­ir al­vöru og eft­ir að 17. öld­in gekk í garð voru skinn­hand­rit svo gott sem horf­in af leik­sviðinu.

Papp­ír þessa tíma var unn­in úr vefnaði, sem var oft end­urunn­in, til dæm­is hör, lér­efti, bóm­ull eða hampi. Slík­an lérefts-papp­ír er því hægt að þvo eins og klæðnað í vatni og setja svo upp til þerr­is.

Það var ekki fyrr en eft­ir árið 1843 að papp­ír fékk þá eig­in­leika að þola alls ekki að blotna þegar farið var að fram­leiða papp­ír á mjög ódýr­an hátt úr papp­írskvoðu, það er að segja trjákvoðu til papp­írs­gerðar.

Að viðgerð lok­inni seg­ir Eyþór að bók­in ætti að vera í góðu ásig­komu­lagi í nokkr­ar ald­ir ef hugað er vel að henni og hún geymd við rétt skil­yrði.

Hand­verkið seg­ist Eyþór hafa kennt sjálf­um sér að mestu leiti. Hann hafi aflað sér upp­lýs­inga héðan og þaðan.

„Ég hef bæði lesið bæk­ur og skoðað mynd­bönd ásamt því að hafa þegið ráðlegg­ing­ar frá sér­fróðum ein­stak­ling­um á þessu sviði.

Ég er nokkuð hreyk­inn af því að ég hef fengið að heyra, meðal ann­ars frá bók­bind­ur­um og sér­fróðum aðilum, að viðgerðir mín­ar séu nær óaðfinn­an­leg­ar, þar á meðal frá sjálfri Árna­stofn­un.“

Pappír frá 17. og langt fram á miðja 19. öld …
Papp­ír frá 17. og langt fram á miðja 19. öld var unn­in úr vefnaði. Slík­an lérefts­papp­ír er því hægt að þvo eins og klæðnað í vatni og setja svo upp til þerr­is. Ljós­mynd/​Eyþór Guðmund­son

Sleit barn­skón­um á forn­um prentstað

Eyþór Guðmunds­son er fædd­ur árið 1981. Hann er sér­fræðing­ur í ör­ygg­is­mál­um og með mennt­un í líf­vörslu. Eins og svo marg­ir hef­ur hann gegnt marg­vís­leg­um störf­um í hinum og þess­um geir­um at­vinnu­lífs­ins. Hann er sem sagt ósköp venju­leg­ur maður á miðjum aldri.

En hvað varð til þess að venju­leg­ur maður um fer­tugt hef­ur þessa ástríðu fyr­ir forn­bók­um?

„Það má segja að minn áhugi á for­bók­um hafi kviknað í barnæsku en ég hef alltaf haft gam­an af göml­um hlut­um.

Upp­hafið má rekja til þess þegar ég komst að því fyrst að á bæn­um sem ég sleit barn­skón­um á var ein af fyrstu prent­smiðjum Íslands. Reynd­ar eina prent­smiðja lands­ins til nokk­urra ára.“

Eyþór ólst upp á Beitistöðum í Lei­rár­sveit í Borg­ar­f­irði og safn­ar helst bók­um þaðan og frá Lei­rár­görðum en einnig safn­ar hann bók­um frá Hól­um í Hjalta­dal, Skál­holti, Hrapps­ey og Viðey.

„Mér þykir hvað vænst um bæk­urn­ar frá Beitistöðum og Lei­rár­görðum sök­um þess að ég ólst þar upp. Safn mitt frá þess­um tveim­ur prentstöðum er lík­lega eitt það stærsta í einka­eigu hér á landi og tel­ur á þriðja tug bóka,“ seg­ir Eyþór.

Bækur frá Beitistöðum og Leirárgörðum í eigu Eyþórs telja á …
Bæk­ur frá Beitistöðum og Lei­rár­görðum í eigu Eyþórs telja á þriðja tug og er safn hans frá þeim fornu prentstöðum lík­lega eitt það stærsta í einka­eigu hér á landi. Ljós­mynd/​Eyþór Guðmunds­son

Eyþór er ansi flink­ur í hönd­un­um og hef­ur gott auga fyr­ir smá­atriðum. Hann vinn­ur nú að því að smíða mód­el af gamla bæn­um á Beitistöðum, sem bygg­ir að gam­alli teiknaðri mynd.

„Mér datt í hug nýr vink­ill á In­sta­gram-síðu Old Icelandic Books. Ég vildi gera mód­el af bæn­um og segja svo sögu prent­smiðjunn­ar. Verk­efnið er orðið tölu­vert um­fangs­meira en ég reiknaði með en ég fer nú að ljúka því.

Mark­miðið er að gera mód­el af hinum gömlu prentstöðunum sömu­leiðis og birta upp­lýs­ing­ar um hvern prentstað. Lík­lega verða Lei­rár­g­arðar næst­ir í röðinni.“

Módel Eyþórs af Beitistöðum er ekki aðeins nákvæm eftirmynd af …
Mód­el Eyþórs af Beitistöðum er ekki aðeins ná­kvæm eft­ir­mynd af hinum forna prentstað held­ur einnig nærum­hverfi hans. Þar má sjá gras, blóm og steina sem og orf og ljá standa upp á end­ann við hlaðin vegg húss­ins. Sam­sett mynd

Lýð-, mann- og þjóðfræði forn­bók­anna

Eyþór seg­ir áhuga sinn á forn­bók­um ná langt út fyr­ir bæk­urn­ar sjálf­ar og inni­hald þeirra.

„Ég hef einnig ein­læg­an áhuga á sögu þeirra og ekki síst þessu lýðfræði-, mann­fræði- og þjóðfræðilega. Ég skoða bæk­urn­ar vel og rekst á ým­is­legt í þeim frá fyrri eig­end­um sem gef­ur oft vís­bend­ingu um þá og þeirra stöðu. Þetta finnst mér virki­lega heill­andi.

Þá finnst mér einnig sér­stak­lega merki­legt og heill­andi að hand­leika bæk­ur sem aug­ljós­lega hef­ur verið lögð mik­il vinna í á sín­um tíma. Oft eru káp­ur bók­anna mikið skreytt­ar og hugsað er fyr­ir hverju smá­atriði,“ seg­ir hann og held­ur áfram.

„Sum­ar hverj­ar eru slegn­ar látúni og skreytt­ar með gulli og það að þrykkja á papp­ír var list­form út af fyr­ir sig.“

Má meðal ann­ars finna í bók­um þess tíma fjöld­ann all­an af svo kölluðum kop­arstung­um að sögn Eyþórs, sem hann seg­ir hafa verið aðferð til að rista mynd­ir og form í kopar­plötu sem var þakin bleki áður en hún var lögð á papp­ír­inn.

„Eitt af þeim mörgu smá­atriðum sem ein­kenna þess­ar fornu bæk­ur og er horfið úr bóka­gerð sam­tím­ans eru spensl­arn­ir,“ seg­ir forn­bóka­safn­ar­inn.

Spensl­ar eru eins kon­ar klemm­ur sem notaðar voru til að halda bók­un­um sam­an og léku stórt hlut­verk í varðveislu forn­bóka, sér í lagi stærri og meiri verk­um.

„Þó gegndu þeir ekki síður fag­ur­fræðileg­um til­gangi. Þannig að þú sérð að bóka­gerð þess tíma var mik­il list­grein og menn ým­ist unnu bæk­urn­ar allt frá prent­un og bók­bandi til kápu­gerðar, skreyt­ing­ar og gyll­ing­ar sjálf­ir eða sér­hæfðu sig í hverju atriði fyr­ir sig og oft tók það menn mörg ár að verða fullnuma í sinni list­grein.“

Fjölmargar fallegar fornbækur eru í safni Eyþórs, sumar hverjar með …
Fjöl­marg­ar fal­leg­ar forn­bæk­ur eru í safni Eyþórs, sum­ar hverj­ar með ríku­lega skreytt­um káp­um og aðrar með fal­leg­um spensl­um nema hvort tveggja sé. Ljós­mynd/​Eyþór Guðmunds­son
Sam­sett mynd

Held­ur sér­stak­lega upp á bibl­í­ur

Eitt af því sem Eyþór Guðmunds­son safn­ar eru bibl­í­ur og á hann nokkuð stórt safn ís­lenskra guðsorðabóka.

„Ég á sex Viðeyj­ar­bibl­í­ur, fjór­ar Reykja­vík­ur­bibl­í­ur og svo á ég einnig er­lend­ar bibl­í­ur. Það er nú gam­an að segja frá því að í safni mínu leyn­ist til dæm­is bibl­ía á ar­ab­ísku.

Viðeyj­ar­bibl­ía tel­ur 1.440 blaðsíður. Eyþór hef­ur gert upp tvö ein­tök henn­ar til þessa.

„Að þvo hverja ein­ustu blaðsíðu og gera við ásamt því að binda þær aft­ur inn í upp­runa­legt band er mikið verk og tíma­frekt.

Þegar ég var í fríi einu sinni réðst ég í að gera upp Viðeyj­ar­bibl­íu. Ég vann í átta klukku­stund­ir á dag í átta daga.

Það stytt­ist reynd­ar í að ég ráðist í að gera upp þriðja ein­takið af þess­um doðranti.“

Vídalín­spost­illa var mest lesna bók Íslend­inga í hart­nær tvær ald­ir.

„Ég á all­ar út­gáf­ur af Vídalín­spost­illu frá upp­hafi. Ég hef sér­stak­lega lagt upp úr því.“

Eyþór safnar biblíum og á hann nokkuð stórt safn íslenskra …
Eyþór safn­ar bibl­í­um og á hann nokkuð stórt safn ís­lenskra bibl­ía. Sam­sett mynd

Lang­líf­ur Grall­ari

Að sjálf­sögðu leyn­ast í safni forn­bóka­safn­ar­ans nokk­ur ein­tök af hinum svo­kallaða Grall­ara.

Grall­ar­inn var gef­inn út af Guðbrandi Þor­láks­syni bisk­upi á Hól­um árið 1573. Hún kom síðasta út árið 1779 en stuðst var við hana í um 200 ár.

„Mér finnst nú til­hlýðilegt að menn eigi Grall­ar­ann eða Graduale: Ein Al­menn­el­eg Messusaungs Bok, safni þeir forn­um sálma­bók­um yf­ir­leitt. Ég á fimm ein­tök af þeirri ágætu bók.“

Grallarinn svokallaði var gefin út af Guðbrandi Þorlákssyni, biskupi á …
Grall­ar­inn svo­kallaði var gef­in út af Guðbrandi Þor­láks­syni, bisk­upi á Hól­um árið 1573. Hún kom síðast út árið 1979. Ljós­mynd/​Eyþór Guðmunds­son

Íslenskt, já takk!

Eyþór seg­ist ein­göngu safna ís­lensk­um forn­bók­um fyr­ir utan að safna einnig er­lend­um sem tengj­ast sögu Eng­lands og Skot­lands.

„Ég á auðvitað ein­hverj­ar fleiri er­lend­ar forn­bæk­ur en ég safna þeim þó ekki sér­stak­lega.“

Kald­hæðni ör­lag­anna birt­ist þó í því að elsta heil­lega bók­in í safni Eyþórs er ensk bibl­ía sem var prentuð árið 1595.

„Svo á ég tals­vert af efni sem er eldra en er ekki hægt að skil­greina sem heil­leg­ar bæk­ur.“

Eyþór seg­ir sam­fé­lag forn­bóka­safn­ara á Íslandi ekki mjög stórt en þó séu ein­hverj­ir sem safni slík­um bók­um.

Hann seg­ist ekki vita um marga safn­ara sem fást við að gera bæk­urn­ar upp, þeir séu aðeins ör­fá­ir svo hann viti til. En hvernig ger­ir maður upp forn­bók?

Eyþór ver stórum hluta frítíma síns við að nostra við …
Eyþór ver stór­um hluta frí­tíma síns við að nostra við forn­bæk­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

„Höf­um vér... ásett að af­leggja bæði yf­ir­rétt­inn og lögþing­in“

Eitt það allra merki­leg­asta í safni Eyþórs er til­skip­un Kristjáns VII Dana­kon­ungs frá ár­inu 1800 um að leggja niður Alþingi ásamt aug­lýs­ingu Magnús­ar Stephen­sen lands­höfðingja þar um.

Þegar Alþingi var lagt niður tók lands­yf­ir­rétt­ur í Reykja­vík við hlut­verki Lögréttu sem æðsti dóm­stóll Íslands. Árið 1920 var hann svo lagður niður en í hans stað kom Hæstirétt­ur.

Árið 1843 skipaði kon­ung­ur svo fyr­ir að Alþingi skyldi end­ur­reist og árið 1845 kom þingið sam­an á ný.

„Miðað við að til­skip­un­in tel­ur aðeins 16 síður er hún mín verðmæt­asta eign. Þessi til­skip­un hef­ur verið nefnd sem stór­kost­legt rétt­ar­sögu­legt fá­gæti og ein­ung­is eru tvö ein­tök varðveitt af henni á Lands­bóka­safni og aðeins eitt ein­tak af aug­lýs­ingu Magnús­ar.“

Auglýsing Magnúsar Stephensen landshöfðingja og tilskipunin fágæta frá Kristjáni VII …
Aug­lýs­ing Magnús­ar Stephen­sen lands­höfðingja og til­skip­un­in fá­gæta frá Kristjáni VII kon­ungi Dana­veld­is. Sam­sett mynd

Áhuga­mál en ekki at­vinna

Eyþór seg­ir að sér hafi aldrei dottið í hug að leggja þessa iðju fyr­ir sig.

„Þetta er áhuga­mál sem gef­ur af­skap­lega mikið af sér og þetta er áhuga­mál sem gef­ur af sér á svo marg­an hátt.

Þetta er áhuga­mál sem hef­ur í för með sér enda­laus­an lær­dóm og þetta er áhuga­mál sem er mjög gef­andi fyr­ir mig.

Þess vegna vil ég ekki gera þetta að starfi, að minnsta kosti ekki á þess­ari stundu. Þá væri þetta ekki leng­ur áhuga­mál,“ seg­ir þessi merki­legi forn­bóka­safn­ari og for­vörður ís­lenskr­ar menn­ing­ar­arf­leiðar.

Eyþór Guðmundsson.
Eyþór Guðmunds­son. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert