Flökkusögur ganga um Elliðaey

Lífseigasta flökkusagan er að Björk Guðmundsdóttir búi í húsinu. Er …
Lífseigasta flökkusagan er að Björk Guðmundsdóttir búi í húsinu. Er sá misskilningur væntanlega kominn til af því, að í febrúar árið 2000 veittu íslensk stjórnvöld heimild til þess að selja Elliðaey í Breiðafirði og var heimildin var veitt á þeim grundvelli að Björk hefði áhuga á að kaupa eyjuna.

Elliðaey er ein af út­eyj­um Vest­manna­eyja og þar stend­ur veiðihús lunda­veiðimanna. Eyj­an og um­rætt hús hafa fengið mikla at­hygli og um­tal í er­lend­um miðlum og á sam­fé­lags­miðlum og marg­ar furðusög­ur kom­ist á flug.

Er húsið til dæm­is sagt vera „ein­mana­leg­asta hús í heim­in­um“.

Sum­ir halda því fram að fjöl­skylda hafi búið í hús­inu en yf­ir­gefið það á fjórða ára­tugn­um, aðrir telja að reimt sé í hús­inu, enn aðrir halda því fram að millj­arðamær­ing­ur hafi reist það og ætlað að flytja þangað í ein­angr­un til að búa sig und­ir heimsendi af völd­um upp­vakn­inga.

Lang­al­geng­asti mis­skiln­ing­ur­inn er þó sá að söng­kon­an Björk Guðmunds­dótt­ir búi þar. Sé leitað á net­inu að „the world’s loneliest hou­se“ eða „Björks hou­se“ birt­ist fjöldi mynda af hús­inu.

Ívar Atla­son, formaður Veiðifé­lags Elliðaeyj­ar, seg­ir að enn virðist marg­ir trúa sögu­sögn­um um húsið. Í des­em­ber sl. birti breska blaðið The Sun frétta­grein um eyna og í sein­ustu viku fjallaði breski frétta­vef­ur­inn Mirr­or um hana. Ýmsir er­lend­ir fréttamiðlar hafa áður skrifað um eyj­una og gjarn­an kallað hana „dul­ar­fulla“ eða „hroll­vekj­andi“.

Banda­ríski YouTu­be-áhrifa­vald­ur­inn Ryan Tra­h­an, sem er með tæp­ar tólf millj­ón­ir áskrif­enda á YouTu­be, gerði sér einnig ferð til Elliðaeyj­ar fyr­ir um einu og hálfu ári og tók upp mynd­band þar. Í mynd­band­inu dvel­ur hann í hús­inu og hef­ur verið horft á það um 26 millj­ón sinn­um. Má vera að það mynd­band hafi einnig aukið for­vitni og áhuga um eyj­una.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út 25. fe­brú­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert