Fundu tvo af þremur sofandi í miðborginni

Frá miðborg Reykjavíkur. Mynd úr safni.
Frá miðborg Reykjavíkur. Mynd úr safni. mbl.is/Ari

Lög­reglu var þríveg­is til­kynnt í dag um menn sem sváfu í miðborg­inni.

Í fyrsta lagi var til­kynnt um sof­andi mann í bif­reið, sem svo var hvergi sjá­an­leg þegar lög­regla at­hugaði málið.

Í öðru lagi barst lög­reglu til­kynn­ing um mann sem svaf ölv­un­ar­svefni í lag­er­rými versl­un­ar í miðborg­inni.

Var hann flutt­ur á lög­reglu­stöð þar sem hann fékk að sofa úr sér áfeng­is­vím­una, vegna þess að hann átti ekki annað að venda, að því er seg­ir í dag­bók lög­reglu.

Loks var lög­reglu til­kynnt um mann sem svaf ölv­un­ar­svefni á stiga­gangi í miðborg­inni. Er hann sagður hafa sýnt af sér ógn­andi hegðun er hann var vak­inn og hann vistaður í fanga­geymslu þar til vím­ann renn­ur af hon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert