Fundu tvo af þremur sofandi í miðborginni

Frá miðborg Reykjavíkur. Mynd úr safni.
Frá miðborg Reykjavíkur. Mynd úr safni. mbl.is/Ari

Lögreglu var þrívegis tilkynnt í dag um menn sem sváfu í miðborginni.

Í fyrsta lagi var tilkynnt um sofandi mann í bifreið, sem svo var hvergi sjáanleg þegar lögregla athugaði málið.

Í öðru lagi barst lögreglu tilkynning um mann sem svaf ölvunarsvefni í lagerrými verslunar í miðborginni.

Var hann fluttur á lögreglustöð þar sem hann fékk að sofa úr sér áfengisvímuna, vegna þess að hann átti ekki annað að venda, að því er segir í dagbók lögreglu.

Loks var lögreglu tilkynnt um mann sem svaf ölvunarsvefni á stigagangi í miðborginni. Er hann sagður hafa sýnt af sér ógnandi hegðun er hann var vakinn og hann vistaður í fangageymslu þar til vímann rennur af honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert