Hægt að innrita farangurinn kvöldið fyrir flug

Ljósmynd/Icelandair

Farþegar Icelanda­ir geta nú inn­ritað far­ang­ur sinn kvöldið fyr­ir flug frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Þjón­ust­an er í boði á milli klukk­an 19-22, kvöldið fyr­ir bókað flug.

Við kom­una á flug­völl­inn dag­inn eft­ir farið beint í ör­ygg­is­leit og þannig ein­faldað ferðalagið um flug­völl­inn. Farþegar þurfa að inn­rita far­ang­ur sinn í eig­in per­sónu og hafa með sér vega­bréf.

Bregðast við fram­kvæmd­um Isa­via

Isa­via stend­ur nú í um­fangs­mikl­um fram­kvæmd­um á far­ang­urs­færi­bönd­um í brott­far­ar­saln­um á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Fram­kvæmd­ir munu standa fram í apríl og eru liður í end­ur­bót­um á far­ang­urs­flokk­un­ar- og inn­rit­un­ar­kerfi.

Vegna fram­kvæmd­anna geta farþegar bú­ist við lengri af­greiðslu­tíma við inn­rit­un far­ang­urs og því gæti sú þjón­usta að inn­rita far­ang­ur­inn dag­inn fyr­ir flugið hentað sér­lega vel þeim farþegum sem eru á hraðferð eða þeim sem ferðast með mik­inn far­ang­ur, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir. 

Unnið er að framkvæmdum á færiböndunum.
Unnið er að fram­kvæmd­um á færi­bönd­un­um. mbl.is/​Sig­ur­geir

Örygg­is­miðstöðun sæk­ir far­ang­ur­inn

Að auki hef­ur Icelanda­ir hafið sam­starf við Örygg­is­miðstöðina sem býður upp á þá þjón­ustu að sækja far­ang­ur heim til farþega og sjá um inn­rit­un á hon­um. Þjón­ust­an er í boði fyr­ir farþega á höfuðborg­ar­svæðinu sem hafa inn­ritað sig ra­f­rænt.

Farþegar bóka þjón­ustu Örygg­is­miðstöðvar­inn­ar í gegn­um vef­inn bagdrop.is og þar er einnig að finna verðskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert