Hitatölur um allt land

Hitatölur klukkan 8 í morgun.
Hitatölur klukkan 8 í morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Á sunnu­dags­morgni í lok fe­brú­ar bregður svo við að all­ar veður­stöðvar sýna hita ofan frost­marks,“ seg­ir í færslu Ein­ars Svein­björns­son­ar veður­fræðings. 

Í Face­book-færslu á veður­vefn­um Bliku bend­ir Ein­ar á að í Sand­búðum við Sprengisands­leið í 820 metra hæð var hiti +1°C og á Gagn­heiði ofan Eg­ilsstaða í 950 m hæð mæld­ust +2°C.

Hann bend­ir þó á eina und­an­tekn­ingu í Möðru­dal á Fjöll­um þar sem hiti var um frost­mark, en í nótt kólnaði líka niður und­ir frost­mark í heiðríkju og hæg­um vindi á Aust­fjörðum.

Dæmi­gerð hita­gæði lofts­ins fyr­ir sept­em­ber eða seint í maí

Ein­ar nefn­ir að þykkt­in, eða fjar­lægð á milli 500 og 1.000 hPa þrýsti­flat­anna, sýni um 5.400 metra á spá­korti af Brunni Veður­stof­unn­ar kl 12 í dag. 

Hún gef­ur til kynna hita­gæði lofts­ins og henni er spáð á þessu róli fram á þriðju­dag. Dæmi­gerð gildi fyr­ir sept­em­ber eða seint í maí!

Þá nefn­ir hann að nú end­ur­ný­ist milda loftið í sí­fellu vegna gríðar­mik­ill­ar hæðar sem tekið hef­ur sér ból­festu fram eft­ir vik­unni við Skot­land.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert