Lítil skjálftahrina í Mýrdalsjökli

Staðsetning skjálftanna samkvæmt mælingum Veðurstofu.
Staðsetning skjálftanna samkvæmt mælingum Veðurstofu. Ljósmynd/Aðsend

Sjö skjálft­ar mæld­ust í Mýr­dals­jökli á milli klukk­an sjö og níu í kvöld. Fimm þeirra voru yfir tveim­ur stig­um en sá stærsti 2,6 stig að stærð. Ekki hef­ur skjálfta­virkn­in verið mik­il eft­ir það, að sögn Ein­ars Bessa Gests­son­ar, veður­fræðings á Veður­stofu.

„Þetta er Mýr­dals­jök­ull og þá fylgj­umst við alltaf vel með,“ seg­ir Ein­ar í sam­tali við mbl.is. 

Virk eld­stöð og því fylgst með

„Það er alls ekki óal­gengt að það verði skjálfta­hrin­ur í Mýr­dals­jökli,“ bæt­ir hann við og nefn­ir að skjálft­ar á svæðinu hafi farið yfir þrjú stig í des­em­ber, októ­ber og nóv­em­ber.

Erfitt sé að segja til um ná­kvæma or­sök skjálfta á þessu stigi en um er að ræða virka eld­stöð og því alltaf efni til að fylgj­ast með þróun mála á svæðinu.

Jarðskjálfti að stærðinni 3,8 varð í norðan­verðri Kötlu­öskju í des­em­ber en þá voru ekki uppi merki um óvenju­lega virkni.

Mýrdalsjökull.
Mýr­dals­jök­ull. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert