SHS fékk aðstoð utan að landi vegna árshátíðar

Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur- og Suður­lands, ásamt Bruna­vörn­um Árnes­sýslu og Suður­nesja, stóðu vakt­ina með Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt.

Ástæðan var sú að í gær­kvöldi fór fram árs­hátíð Slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Síðasta sól­ar­hring­inn voru 112 boðanir á sjúkra­bíla og 4 minni hátt­ar verk­efni fyr­ir dælu­bíla. 

Í færslu slökkviliðsins seg­ir að þessi verk­efni hafi ekki haft mik­il áhrif á næt­ur­vakt­ina, þar sem hún var mönnuð alls 48 slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­mönn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert