SHS fékk aðstoð utan að landi vegna árshátíðar

Heilbrigðisstofnun Vestur- og Suðurlands, ásamt Brunavörnum Árnessýslu og Suðurnesja, stóðu vaktina með Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Ástæðan var sú að í gærkvöldi fór fram árshátíð Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 

Síðasta sólarhringinn voru 112 boðanir á sjúkrabíla og 4 minni háttar verkefni fyrir dælubíla. 

Í færslu slökkviliðsins segir að þessi verkefni hafi ekki haft mikil áhrif á næturvaktina, þar sem hún var mönnuð alls 48 slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert