Sjaldan séð pláneturnar skína jafnskært

Myndin af Júpíter og Venus er tekin á Egilsstöðum.
Myndin af Júpíter og Venus er tekin á Egilsstöðum. Ljósmynd/Þröstur Jónsson

Þröst­ur Jóns­son, íbúi á Eg­ils­stöðum, náði áhuga­verðum mynd­um fyr­ir skömmu þar sem sjá má plán­et­urn­ar Júpíter og Ven­us.

Hann seg­ist í sam­tali við mbl.is ekki hafa séð plán­et­urn­ar svona skær­ar.

„Ég hef séð plán­et­ur áður en ekki svona stór­ar, sér­stak­lega Ven­us, hún er svo björt og greini­leg. Ég tók eft­ir þessu núna í kvöld. Ég var niðri við fljótið í myrkri og þá var þetta virki­lega áber­andi.“

Plán­et­urn­ar eru í vest­ur­himni, en Þor­steinn V. Jóns­son veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, staðfest­ir að um Júpíter og Ven­us sé að ræða.

„Júpíter er þarna ofar og Ven­us ör­lítið neðar. Mars er aðeins rauðleit­ari en þess­ar eru báðar hvít­ar,“ seg­ir Þor­steinn.

Júpíter er ofar á himni og Venus neðar.
Júpíter er ofar á himni og Ven­us neðar. Ljós­mynd/Þ​röst­ur Jóns­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert