Sjaldan séð pláneturnar skína jafnskært

Myndin af Júpíter og Venus er tekin á Egilsstöðum.
Myndin af Júpíter og Venus er tekin á Egilsstöðum. Ljósmynd/Þröstur Jónsson

Þröstur Jónsson, íbúi á Egilsstöðum, náði áhugaverðum myndum fyrir skömmu þar sem sjá má pláneturnar Júpíter og Venus.

Hann segist í samtali við mbl.is ekki hafa séð pláneturnar svona skærar.

„Ég hef séð plánetur áður en ekki svona stórar, sérstaklega Venus, hún er svo björt og greinileg. Ég tók eftir þessu núna í kvöld. Ég var niðri við fljótið í myrkri og þá var þetta virkilega áberandi.“

Pláneturnar eru í vesturhimni, en Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir að um Júpíter og Venus sé að ræða.

„Júpíter er þarna ofar og Venus örlítið neðar. Mars er aðeins rauðleitari en þessar eru báðar hvítar,“ segir Þorsteinn.

Júpíter er ofar á himni og Venus neðar.
Júpíter er ofar á himni og Venus neðar. Ljósmynd/Þröstur Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert