„Við urðum að fara á öruggari stað“

Hin 36 ára Yana Miz kom til Íslands í mars …
Hin 36 ára Yana Miz kom til Íslands í mars í fyrra ásamt dóttur sinni. mbl.is/Árni Sæberg

„Íslensk vin­kona mín sendi mér skila­boð og spurði hvort við vild­um koma hingað. Í fyrstu sagði ég nei en skipti svo um skoðun af því að við urðum að fara á ör­ugg­ari stað,” seg­ir Yana Miz, en hún kom til lands­ins frá Úkraínu ásamt átta ára dótt­ur sinni, Mar­harítu, hinn 12. mars í fyrra vegna stríðsins. Þær áttu áður heima í Kænug­arði, höfuðborg Úkraínu.

Seg­ir hún ferðina til Íslands hafa verið langa en að þær mæðgur hafi verið heppn­ar að kom­ast á leiðar­enda. Fóru þær frá Úkraínu að landa­mær­um Pól­lands og tóku þaðan flug til Íslands.

„Ég er svo þakk­lát fyr­ir að vera á þess­um ör­ugga og fal­lega stað, en á sama tíma er ég reið og ósátt. Ég get ekki sætt mig við þetta ástand af því að ég valdi ekki að yf­ir­gefa Úkraínu, ég var í raun bara hrak­in burt. Ég get ekki bara tekið því og haldið áfram.

Ég veit ekki hversu lengi ég á að gera ráð fyr­ir að vera hér, í hversu marga mánuði eða ár og það er erfitt. En ég er þakk­lát fyr­ir að dótt­ir mín sé í skóla og sé búin að eign­ast vini hér. Auðvitað sakn­ar hún þess að vera heima, stund­um er hún reið yfir þessu eins og biður um að fá að fara aft­ur til Úkraínu. En hún er heilt yfir ham­ingju­söm hér.”

Á bróður í úkraínska hern­um

Yana starfaði á leik­skóla í nokkra mánuði en hef­ur verið að glíma við veik­indi. Hún er sál­fræðing­ur að mennt. „Ég hef áhuga á að vinna með úkraínsku fólki hér og hef reynslu af því að vinna með börn­um og full­orðnum sem orðið hafa fyr­ir áföll­um.”

Yana á stóra fjöl­skyldu í Úkraínu sem hún tal­ar reglu­lega við, þar á meðal for­eldra sína, ömmu, systkini og fjöl­skyld­ur þeirra. Þá er bróðir Yönu í úkraínska hern­um.

„Ég get sent hon­um skila­boð og stund­um get ég hringt í hann og talað við hann í nokkr­ar mín­út­ur. Það er í lagi með hann en það er mjög erfitt að vita af hon­um í þess­um aðstæðum.”

Hugs­ar um einn dag í einu

Yana seg­ir erfitt að spá fyr­ir um framtíðina.

„Ég vona að eft­ir 20 ár muni ég sitja í nota­leg­um stól með barna­börn­um mín­um og segja þeim all­ar mín­ar sög­ur. Þetta er framtíðin sem ég reyni að ímynda mér. En að hugsa til þess hvað muni ger­ast á næstu vik­um, mánuðum eða árum er mjög erfitt fyr­ir mig. Ég get bara hugsað um einn dag í einu eða eft­ir 20 ár, en ekk­ert þar á milli,“ seg­ir hún.

„Ég geri mér grein fyr­ir því að Rúss­land er fjöl­menn þjóð og þeir hafa marga sem þeir geta skyldað í her­inn. Jafn­vel þótt ég ef­ist ekki um að við mun­um sigra þá get­ur það tekið tíma, en ég veit ekki í hversu marga mánuði í viðbót,” seg­ir hún og bæt­ir við að stríðið snerti hvert ein­asta heim­ili og fjöl­skyldu í Úkraínu.

Þakk­lát Íslend­ing­um

Hún seg­ist hafa verið und­ir­bú­in fyr­ir því að stríðsátök­in stæðu yfir í ein­hverja mánuði og að hún gæti síðan snúið aft­ur heim.

„Ég sá auðvitað ekki fyr­ir mér að stríðið yrði svona lengi í gangi. Ég hélt að ég yrði kom­in heim á þess­um tíma­punkti, en svo er ekki.

Yana seg­ist eiga ís­lensku sam­fé­lagi mikið að þakka og öll­um þeim sem stutt hafa úkraínsku þjóðina.

„Mér finnst ég alltaf vera vel­kom­in og ég er virki­lega þakk­lát fyr­ir það. Ég fengið að kynn­ast hlýju og góðu fólki hér á Íslandi og ég veit að þetta er besti staður­inn fyr­ir okk­ur, á eft­ir Úkraínu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert