Ærumeiðingamál gegn Páli fyrir dómstóla

Þórður Snær Júlíusson og Páll Vilhjálmsson.
Þórður Snær Júlíusson og Páll Vilhjálmsson. Samsett mynd

Aðalmeðferð í máli Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Kjarnans, og Arnars Þórs Ingólfssonar, fyrrverandi blaðamanns á Kjarnanum, gegn Páli Vilhjálmssyni, blogg­ara og kenn­ara, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Þórður Snær og Arnar Þór starfa núna báðir hjá Heimildinni. 

Páll er kærður fyr­ir ærumeiðandi aðdrótt­an­ir. Hann sagði blaðamenn­ina „eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skip­stjóra Stein­gríms­son­ar og stuldi á síma hans“ í tengsl­um við um­fjöll­un um „skæru­liðadeild“ Sam­herja.

mbl.is verður í héraðsdómi og fylgist með því sem fram fer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka