Aðalmeðferð í máli Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Kjarnans, og Arnars Þórs Ingólfssonar, fyrrverandi blaðamanns á Kjarnanum, gegn Páli Vilhjálmssyni, bloggara og kennara, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Þórður Snær og Arnar Þór starfa núna báðir hjá Heimildinni.
Páll er kærður fyrir ærumeiðandi aðdróttanir. Hann sagði blaðamennina „eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans“ í tengslum við umfjöllun um „skæruliðadeild“ Samherja.
mbl.is verður í héraðsdómi og fylgist með því sem fram fer.