Bílvelta, grjóthrun og slasaður skíðamaður

Lögreglan á Vestfjörðum að störfum.
Lögreglan á Vestfjörðum að störfum. Ljósmynd/Lögreglan á Vestfjörðum

Bif­reið valt út af veg­in­um við Geita­hvammsá í Hest­f­irði fyr­ir viku síðan, að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum.

Auk öku­manns­ins voru þrír farþegar í bif­reiðinni.  Eng­inn slasaðist, enda voru all­ir með ör­ygg­is­belti og viðeig­andi vernd­ar­búnað.

Missti stjórn­ina

Annað um­ferðaró­happ varð í Breiðadal um miðjan dag á miðviku­dag­inn í síðustu viku þegar ökumaður missti stjórn á bif­reið sinni og hafnaði hún utan veg­ar.  Hvorki ökumaður né farþegi meidd­ust, enda báðir í ör­ygg­is­belti, að því er seg­ir í Face­book-færslu lög­regl­unn­ar.

Skíðamaður slasaðist

Ung­ur skíðamaður slasaðist í Tungu­dal síðdeg­is á föstu­dag. Hann var flutt­ur á sjúkra­húsið á Ísaf­irði til aðhlynn­ing­ar. Áverk­ar hans eru ekki lífs­hættu­leg­ir.

Þá varð árekst­ur við hring­torgið á Ísaf­irði á föstu­dag þegar ekið var aft­an á bif­reið sem var stöðvuð meðan ökumaður beið eft­ir því að kom­ast inn í hring­torgið. 

Grjót­hrun úr göng­um

Seint á föstu­dags­kvöld bár­ust jafn­framt til­kynn­ing­ar um að grjót væri að losna úr veggj­um stystu jarðganga á Íslandi, eða veg­in­um í gegn­um Arn­ar­nes­ham­ar á Súðavík­ur­hlíð.  Vega­gerðin hreinsaði grjótið af veg­in­um og eru veg­far­end­ur beðnir um að gæta varúðar þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert