Flugvél Icelandair snúið við

Snúa þurfti flugvél á leið til London við fyrr í …
Snúa þurfti flugvél á leið til London við fyrr í kvöld vegna boða um tæknilegt atriði sem kanna þurfti. Ljósmynd/Icelandair

„Vélin var á leið til London og tæpum klukkutíma eftir flugtak fengu flugmennirnir boð um tæknilegt atriði sem talið var að þyrfti að líta á og samkvæmt verklagsreglum var vélinni snúið við,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is um vél félagsins sem snúið var við í kvöld eftir að hún hafði farið í loftið áleiðis til Heathrow-flugvallar í London.

Að sögn Guðna lenti vélin áfallalaust á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 18:30 og var annað flug sett upp sem fór í loftið klukkan 19:35.

Töluverður viðbúnaður var á flugvellinum þar til vélin var lent heilu og höldnu.

Spurður hvort hætta hafi verið á ferðum segir Guðni svo ekki hafa verið en í fluginu sé öryggið ávallt númer eitt og í samræmi við verklagsreglur hafi vélinni verið snúið við til að tryggja fyllsta öryggi farþega og áhafnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert