Samtök atvinnulífsins hafa frestað fyrirhuguðu verkbanni um fjóra sólarhringa eftir að settur ríkissáttasemjari boðaði deiluaðila á fund í Karphúsinu í kvöld.
Verkbannið átti að hefjast þann 2. mars næstkomandi en er frestað til mánudagsins 6. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA.
Verkbanninu er frestað að beiðni ríkissáttasemjara.
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og SA, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að fundurinn væri boðaður til að ráðgast við aðila um framhald mála og hugsanlega gerð miðlunartillögu.