Jónas Þór skipaður í embætti varadómanda við Endurupptökudóm

Jónas Þór Guðmundsson.
Jónas Þór Guðmundsson. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Dóms­málaráðherra hef­ur skipað Jón­as Þór Guðmunds­son lög­mann í embætti vara­dóm­anda við End­urupp­töku­dóm frá og með 1. mars 2023 til og með 29. fe­brú­ar 2028.

Jón­as Þór lauk embætt­is­prófi frá laga­deild Há­skóla Íslands árið 1995 og öðlaðist mál­flutn­ings­rétt­indi sem héraðsdóms­lögmaður árið 1997 og fyr­ir Hæsta­rétti Íslands árið 2009. Að loknu embætt­is­prófi starfaði Jón­as Þór meðal ann­ars sem kennslu­stjóri við laga­deild Há­skóla Íslands 1995-1997 og sem lög­fræðing­ur í dóms- og kirkju­málaráðuneyt­inu 1998-1999 en frá þeim tíma hef­ur hann verið sjálf­stætt starf­andi lögmaður, að því er seg­ir á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Af öðrum störf­um Jónas­ar Þórs má nefna að hann sat í kjararáði árin 2006-2018, þar af sem formaður síðustu fjög­ur árin, sat í stjórn Lög­manna­fé­lags Íslands 2010-2015, þar af sem formaður 2012-2015 og hann var odd­viti yfir­kjör­stjórn­ar Suðvest­ur­kjör­dæm­is 2007-2016. Þá hef­ur Jón­as Þór verið stjórn­ar­formaður Lands­virkj­un­ar frá ár­inu 2014. Jón­as Þór hef­ur einnig sinnt stunda­kennslu við laga­deild­ir Há­skóla Íslands og Há­skól­ans í Reykja­vík, seg­ir jafn­framt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert