„Konfektkassi“ norðurljósa gæti opnast í kvöld

Skýjahuluspáin klukkan 23 í kvöld. Það athugist að skýin eru …
Skýjahuluspáin klukkan 23 í kvöld. Það athugist að skýin eru sýnd með grænum lit. Kort/Veðurstofa Íslands

Bú­ast má við kraft­mikl­um norður­ljós­um í kvöld.

Frá þessu grein­ir veður­vef­ur­inn Blika og vís­ar til fjöl­margra til­kynn­inga frá geim­veður­setri banda­rísku veður­stof­unn­ar í Col­orado, sem varða nokkuð öfl­ug­an sól­storm sem hef­ur nú áhrif á seg­ul­svið jarðar.

Norður­ljós­in létu mikið á sér bera yfir Íslandi í nótt og hafa fjöl­marg­ar mynd­ir borist af Aust­fjörðum, þar sem sjá má mikla lita­dýrð á himni.

Í um­fjöll­un Bliku seg­ir að enn flott­ari sýn­ing gæti orðið í kvöld, þar sem ský byrgja ekki sýn.

Gæti farið í 8 eða 9 á skal­an­um

Þar er bent á að svo­kallaður K-stuðull, sem mæl­ir styrk norður­ljósa, sé í 7 eins og er.

„Ef hann nær 8 til 9 í kvöld gæti opn­ast kon­fekt­kassi af stóru gerðinni fyr­ir aðdá­end­ur norður­ljós­anna,“ stend­ur þar.

Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur, sem held­ur úti vefn­um, seg­ir að rofa muni lík­lega til í lág­skýja­breiðunni sunn­an- og vest­an­lands sam­kvæmt skýja­hulu­spánni klukk­an 23 í kvöld.

„Far­andi frá Reykja­vík myndi ég veðja á Hval­fjörð eða jafnn­el Borg­ar­fjörð norðan Skarðsheiðar. Eða aust­ur á Rangár­völl­um og Fljóts­hlíð þar sem Eyja­fjöll­in taka rak­ann í SA-gol­unni,“ skrif­ar Ein­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert