Máli Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, gegn Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands og íslenska ríkinu, hefur verið frestað.
Málið var tekið fyrir í Félagsdómi síðdegis og féllst dómari á að taka fyrir frávísunarkröfu ASÍ og ríkisins þann 3. mars næstkomandi.
Málið verður ekki tekið til efnislegrar meðferðar fyrr en að niðurstaða um frávísun liggur fyrir.
Ólöf Helga höfðað mál í ljósi þess að félagsmenn Eflingar fengu ekki að greiða atkvæði um miðlunartillöguna sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram. Krefst hún þess að kosið verði um tillöguna.