Máli Ólafar Helgu frestað

Ólöf Helga fráfarandi ritari Eflingar.
Ólöf Helga fráfarandi ritari Eflingar. mbl.is/Hákon Pálsson

Máli Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, gegn Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands og íslenska ríkinu, hefur verið frestað.

Málið var tekið fyrir í Félagsdómi síðdegis og féllst dómari á að taka fyrir frávísunarkröfu ASÍ og ríkisins þann 3. mars næstkomandi. 

Málið verður ekki tekið til efnislegrar meðferðar fyrr en að niðurstaða um frávísun liggur fyrir. 

Ólöf Helga höfðað mál í ljósi þess að félagsmenn Eflingar fengu ekki að greiða atkvæði um miðlunartillöguna sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram. Krefst hún þess að kosið verði um tillöguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert