Svo virðist sem umtalsvert fleiri umsækjendur um starfsendurhæfingu hér á landi telji sig hafa upplifað kulnun í starfi en falla raunverulega í þann hóp, samkvæmt niðurstöðum þróunar- og rannsóknarverkefnis VIRK um kulnun.
Þar kom í ljós að 58% umsækjenda um starfsendurhæfingu hjá VIRK töldu sig þjást af kulnun í starfi, og að í 14,1% læknisbeiðna hefði kulnun verið tilgreind sem ástæða heilsubrests, á sama tíma og einungis 6,1% uppfyllti þau skilyrði sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur sett um kulnun.
Nýleg skilgreining WHO á kulnun skerpir talsvert hugtakið, sem hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni á síðustu árum.
„Við sjáum það fljótt, allavega í okkar starfi, að það er kannski ekki alltaf verið að fara eftir sérstökum leiðbeiningum í sambandi við þennan hóp,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sem stendur fyrir verkefninu ásamt Berglindi Stefánsdóttur. Báðar starfa þær sem sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK.
Nánari umfjöllun er að finna á síðu 10 í Morgunblaðinu í dag.