Páll beri ábyrgð eins og blaðamaður

Viljhjálmur Hans Vilhjálmsson, Arnar Þór Ingólfsson við aðalmeðferð í dag.
Viljhjálmur Hans Vilhjálmsson, Arnar Þór Ingólfsson við aðalmeðferð í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar, sem stefndu Pál Vilhjálmssyni fyrir ærumeiðingar færði rök fyrir því fyrir dómi að Páll bæri meiri ábyrgð en næsti maður vegna reynslu sinnar úr fjölmiðlum. 

Þetta er meðal þess sem kom fram í málflutningi við aðalmeðferðferð málsins sem nú fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Páll hafi sjálfur kynnt sig sem blaðamann á bloggi sínu. Fyrir vikið hafi lesandi jafnvel staðið í þeirri trú að Páll væri blaðamaður. Páll var þó hvergi starfandi blaðamaður þegar hann lét ummælin falla í nóvember 2021. 

Þar fullyrðir hann að Þórður og Arnar eigi beina aðild að byrlun Páls Steingrímssonar skipstjóra og beina aðild að stuldi á síma hans. 

Hélt áfram að skrifa um ásakanir

Segir Vilhjálmur að Páli hafi gefist kostur á því með kröfubréfi að biðjast afsökunar á því að hafa haldið fram fyrrgreindum fullyrðingum. Páll hafi ekki orðið við því. Þá hafin engin vitni og engin gögn verið lögð fram um sannleiksgildi fullyrðingarinnar. 

Segir hann að Páll hafi ekki sinnt kröfubréfinu heldur þvert á móti frá því í apríl 2022 haldið áfram að skrifa um ásakanir sínar gegn Arnari og Þórði, fyrrverandi blaðamönnum á Kjarnanum. 

Meðal annars hafi Páll skrifað að þeir, ásamt tveimur starfsmönnum RÚV, hafi verið ákærðir fyrir byrlun, símastuld og brot á friðhelgi einkalífs. Engin slík ákæra hefur borist. Vilhjálmur segir athyglisvert að Páll hafi ekki haft nokkra vitneskju um það hvort Lögreglan á Norðurlandi eystra myndi ákæra þá Þórð og Arnar Þór þegar þeir fóru í skýrslutöku hjá embættinu. Hvað þá að þeir yrðu ákærðir fyrir stuld á síma eða að byrla Páli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert