Ríkið í „blússandi bissness í smálánaviðskiptum“

Katrín Jakobsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir það skipta gríðarlega miklu máli við að ná tök­um á verðbólg­unni að far­sæl lend­ing ná­ist í kjara­samn­ing­um á vinnu­markaði. Það sé lyk­il­atriði til að tak­ast á verðbólgu og tryggja stöðug­leika. Þá þurfi ýms­ir þætt­ir einnig að vinna sam­an.

„Það er auðvitað lyk­ilþátt­ur í því að við náum tök­um á verðbólg­unni, að all­ir þess­ir þætt­ir vinni sam­an; pen­inga­stefna, rík­is­fjár­mál og vinnu­markaður,“ sagði Katrín í svari sínu í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Hún viður­kenndi að hún hefði viljað sjá að verðbólgu­mæl­ing í dag hefði ekki farið yfir 10 pró­senta markið. En það lægi fyr­ir að verðbólg­an ætlaði að verða þrálát­ari en spáð var.

Þorgerður Katrín spurði hvort halda ætti áfram á bensíngjöfinni eða …
Þor­gerður Katrín spurði hvort halda ætti áfram á bens­ín­gjöf­inni eða koma bönd­um á rík­is­fjár­mál­in. mbl.is/​Há­kon

Spurði hvort reka ætti ríkið áfram á ok­ur­lán­um 

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar, benti á að aðstæður í dag væru ekki að vinna með venju­legu fólki og að fara þyrfti í raun­veru­leg­ar aðgerðir til að ná stöðug­leika. Staðan kallaði á aga í rík­is­fjár­mál­um.

Spurði hún Katrínu hvort það væri eitt­hvað plan um að koma bönd­um á rík­is­fjár­mál­um „eða að halda áfram á bens­ín­gjöf­inni og víkka út lán­töku­heim­ild­ir út í hið óend­an­lega og reka ríkið áfram á ok­ur­lán­um“.

Líkti hún ástand­inu meðal ann­ars við það að ríkið væri komið í „blúss­andi biss­ness í smá­lánaviðskipt­um.“

Katrín sagði það lykilatriði að farsæl lending næðist í kjarasamningum.
Katrín sagði það lyk­il­atriði að far­sæl lend­ing næðist í kjara­samn­ing­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Skipt­ir máli hvað sé hægt að gera í sam­fé­lag­inu 

Katrín sagði rík­is­stjórn­ina hafa boðað ákveðið aðhald við fram­lagn­ingu fjár­laga­frum­varps­ins. Hins­veg­ar væri það rétt að út­gjöld hafi auk­ist milli umræðna vegna brýnna mála, heil­brigðismála og lög­gæslu, sem þing­menn hafi verið sam­mála um að þyrfti að bæta í. Aðra aukn­ingu mætti meðal ann­ars rekja til tækni­legra þátta varðandi það hvernig staðið væri skil á reikn­ing­um.

„Mér finnst hins veg­ar mik­il­vægt núna að við horf­um til þess, eins og ég sagði við hátt­virt­an þing­mann á dög­un­um, í umræðum í þess­um sal, að skoða leiðir til að beita frek­ara aðhaldi án þess að skerða þessa grunnþjón­ustu sem er mik­il­væg og samstaða hef­ur verið um í þess­um sal að bæta, að við skoðum leiðir til frek­ari tekju­öfl­un­ar. Síðast en ekki síst skipt­ir máli að við horf­um líka á hvað við get­um gert, ekki bara í gegn­um rík­is­fjár­mál­in held­ur í sam­fé­lag­inu.“

Tók hún sem dæmi mat­vör­ugátt sem opnuð verður í næsta mánuði sem mun gera neyt­end­um kleift að fylgj­ast með þróun á verðlagn­ingu mat­vöru og vinnu í innviðaráðuneyt­inu varðandi leigu­markaðinn.

„Þar er gert ráð fyr­ir því að sá hóp­ur, þar sem aðilar vinnu­markaðar­ins sitja, geti skilað til­lög­um jafnt og þétt og þar verður að horfa sér­stak­lega á leigu­markaðinn því þar eru tekju­lægstu hóp­arn­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert