Sendi út ítrekanir um vanskil fyrir mistök

Frá þessu greinir bankinn á Twitter.
Frá þessu greinir bankinn á Twitter. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lands­bank­inn sendi litl­um hópi viðskipta­vina tölvu­póst í morg­un þar sem áminn­ing um van­skil þeirra vegna greiðsluþjón­ustu var ít­rekuð.

Frá þessu grein­ir bank­inn á Twitter í svari við fyr­ir­spurn blaðamanns­ins Andr­eu Sig­urðardótt­ur.

Hafði hún bent á að frændi sinn hefði fengið inn­heimtu­bréf vegna 100 króna skuld­ar, frá ár­inu 2006.

Tek­ur bank­inn fram að send­ing­arn­ar hafi verið fyr­ir mis­tök og að verið sé að senda leiðrétt­ingu og af­sök­un­ar­beiðni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert