Sendi út ítrekanir um vanskil fyrir mistök

Frá þessu greinir bankinn á Twitter.
Frá þessu greinir bankinn á Twitter. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsbankinn sendi litlum hópi viðskiptavina tölvupóst í morgun þar sem áminning um vanskil þeirra vegna greiðsluþjónustu var ítrekuð.

Frá þessu greinir bankinn á Twitter í svari við fyrirspurn blaðamannsins Andreu Sigurðardóttur.

Hafði hún bent á að frændi sinn hefði fengið innheimtubréf vegna 100 króna skuldar, frá árinu 2006.

Tekur bankinn fram að sendingarnar hafi verið fyrir mistök og að verið sé að senda leiðréttingu og afsökunarbeiðni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert