Ökumaður var stöðvaður eftir að hafa verið mældur á 160 km hraða á kafla í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn reyndist vera undir lögaldri og var því haft samband við foreldra hans.
Lögreglan á Vínlandsleið stöðvaði annan ökumann eftir að hann var mældur á 120 km hraða á kafla þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn reyndist einnig vera undir lögaldri og var því haft samband við foreldra hans.
Tilkynnt var um líkamsárás í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti. Lögreglan fór á vettvang og handtók meintan geranda. Hann reyndist einnig vera eftirlýstur og var hann vistaður í fangaklefa.
Einnig var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Árbænum í Reykjavík, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglunni barst tilkynning um umferðaróhapp á gatnamótum Grensásvegar og Fellsmúla. Þar lentu tvær bifreiðar saman. Einn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir óhappið og voru dregnar af vettvangi með kranabifreið.
Einnig barst tilkynning um mann sem pantaði sér veitingar á veitingastað en gekk á brott án þess að greiða fyrir. Lögreglan fór á vettvang.
Tilkynnt var um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við þá sem tengdust málinu.
Í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki. Verðmætum var stolið.
Nokkrir ökumenn voru jafnframt handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.