Allt komið í gang á Nesjavöllum

Búið er að ræsa framleiðslukerfi virkjunarinnar á ný.
Búið er að ræsa framleiðslukerfi virkjunarinnar á ný. mbl.is/RAX

Starfsfólki Orku náttúrunnar gekk allt í haginn við að endurræsa framleiðslukerfi Nesjallavirkjunar í kvöld eftir að bilun í stjórnbúnaði stöðvaði þar alla orkuvinnslu síðdegis í dag, segir í fréttatilkynningu, og var framleiðsla á heitu vatni komin í gang og þrjár af fjórum rafmagnsaflvélum farnar að skila fullum afköstum laust fyrir klukkan átta.

Reiknað er með að sú fjórða skili frá sér fullu afli nú alveg á næstunni. Ekki hefur komið til skerðinga á orkuafhendingu en full greining á því sem úrskeiðis fór í dag bíður morguns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert