Bilun kom upp í stjórnbúnaði Nesjavallavirkjunar á sjötta tímanum í dag með þeim afleiðingum að öll orkuvinnsla stöðvaðist þar, hvort tveggja á heitu vatni og rafmagni. Var heitavatnsvinnslan komin í gang á ný um klukkustundu síðar en starfsfólk Orku náttúrunnar vinnur nú að því að ræsa raforkuvinnslu á nýjan leik.
Kemur þetta fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem enn fremur segir að ekki sé útlit fyrir að um nokkra skerðingu verði að ræða á afhendingu heits vatns.