Ekki grundvöllur fyrir samningaviðræðum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fund­ur tutt­ugu líf­eyr­is­sjóða, stærstu eig­enda skulda­bréfa ÍL-sjóðs, tel­ur að óbreyttu ekki grund­völl fyr­ir samn­ingaviðræðum við fjár­málaráðuneytið um upp­gjör skuld­bind­inga sjóðsins.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að full­trú­ar ráðuneyt­is­ins hafi ekki komið til móts við kröf­ur líf­eyr­is­sjóðanna um full­ar efnd­ir af hálfu ís­lenska rík­is­ins í um­leit­un­um þess um mögu­legt upp­gjör.

„Íslenska ríkið ber ótak­markaða ábyrgð á öll­um skuld­bind­ing­um ÍL-sjóðs. Áætl­un fjár­málaráðherra um slitameðferð og upp­gjör á skuld­bind­ing­um sjóðsins án til­lits til vaxta­greiðslna í framtíðinni fel­ur í sér skerðingu eign­ar­rétt­inda sem brýt­ur í bága við ákvæði stjórn­ar­skrár og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Um það liggja fyr­ir ít­ar­lega rök­studd lög­fræðiálit LOGOS lög­mannsþjón­ustu og Ró­berts Spanó, fyrr­ver­andi for­seta Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Hug­mynd­ir fjár­málaráðherra um upp­gjör sem ekki fel­ur í sér full­ar efnd­ir af hálfu ís­lenska rík­is­ins eru því óá­sætt­an­leg­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Tug­millj­arða króna tjón

Þar kem­ur einnig fram að svör fjár­málaráðherra á Alþingi um málið í síðustu viku komi á óvart hvað varðar um­mæli um að ekki sé óskað eft­ir sam­komu­lagi um skerðingu eigna.

„Boðaðar ráðstaf­an­ir í tengsl­um við slit ÍL-sjóðs, sem miða að því að lækka veru­lega fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar ís­lenska rík­is­ins, með laga­setn­ingu ná­ist ekki samn­ing­ar, leiða að óbreyttu til tug­millj­arða króna tjóns líf­eyr­is­sjóðanna og þar með al­menn­ings í land­inu í formi tapaðra líf­eyr­is­rétt­inda. Við blas­ir að látið yrði reyna á all­ar slík­ar aðgerðir fyr­ir dóm­stól­um.“

Fram kem­ur að líf­eyr­is­sjóðirn­ir hafi rík­um lög­bundn­um skyld­um að gegna gagn­vart sín­um um­bjóðend­um, sjóðfé­lög­um. Þess­ar skyld­ur úti­loki gerð sam­komu­lags af því tagi sem fel­ist í upp­leggi fjár­málaráðuneyt­is­ins.

„Á meðan ekki er komið til móts við grund­vall­ar­kröf­ur líf­eyr­is­sjóðanna um full­ar efnd­ir þjóna samn­ingaviðræður við fjár­málaráðuneytið því ekki til­gangi. Um það er full samstaða meðal sjóðanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert