Fasteignaverð muni hækka enn

Runólfur Ágústsson í Dagmálum.
Runólfur Ágústsson í Dagmálum. mbl.is/Hallur Már

„Menn eru að setja lok á pott sem er sjóðandi og það er bara spurn­ing um tíma hvenær það fer af. Því að fólk­inu hef­ur ekki fækkað. Því fjölg­ar og þörf­in er til staðar, þ.e. eft­ir­spurn­in, og þá mun bara verðið hækka þegar þar að kem­ur.“ Þetta seg­ir Run­ólf­ur Ágústs­son fram­kvæmda­stjóri, en hann er gest­ur Dag­mála ásamt Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur, for­manni efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is, og Jóni Bjarka Bents­syni aðal­hag­fræðingi Íslands­banka.

Seg­ir Run­ólf­ur fátt geta komið í veg fyr­ir að fast­eigna­verð taki að hækka veru­lega inn­an 12 til 18 mánaða þar sem þær aðgerðir sem Seðlabank­inn hef­ur nú gripið til til að kæla fast­eigna­markaðinn muni ekki aðeins hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar á eft­ir­spurn­ar­hliðinni held­ur einnig hvað viðkem­ur fram­boði á kom­andi miss­er­um. Seðlabank­inn hafi „þrengt veru­lega að bönk­un­um þannig að það má segja að ný lán bank­anna til nýrra íbúðaverk­efna á höfuðborg­ar­svæðinu a.m.k. hafi nán­ast þornað upp. Menn eru að vinna með gild­andi lánalín­ur, gild­andi láns­lof­orð, en það eru af­skap­lega fá ný verk­efni að fara af stað.“

Frá vinstri: Jón Bjarki Bentsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Runólfur Ágústsson …
Frá vinstri: Jón Bjarki Bents­son, Guðrún Haf­steins­dótt­ir og Run­ólf­ur Ágústs­son í Dag­mál­um. mbl.is/​Hall­ur Már

Þarf að grípa til aðgerða

Jón Bjarki bend­ir á að Seðlabank­inn hafi nær upp á sitt ein­dæmi tekið að sér að stemma stigu við verðbólg­unni og þær aðgerðir sem hann hafi gripið til komi hart niður á því fólki sem höllust­um fæti standi. Þar þurfi stjórn­völd, ríki og sveit­ar­fé­lög að grípa inn í. Það verði hins veg­ar vanda­samt þar sem þau megi við nú­ver­andi aðstæður ekki auka út­gjöld sín. Slíkt muni auka enn á vand­ann.

Í viðtal­inu seg­ir Guðrún ein­sýnt að rík­is­valdið þurfi að grípa til aðgerða til að bæta stöðu hinna verst settu í sam­fé­lag­inu. Með sama hætti hljóti að blasa við að rík­is­valdið muni blanda sér í kjara­deilu Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert