Haldið niðri þangað til lögreglan kom

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til­kynnt var um lík­ams­árás í um­dæmi lög­regl­unn­ar í Hafnar­f­irði og Garðabæ. Ger­and­an­um var haldið niðri þangað til að lög­regl­an kom á vett­vang. Hann var hand­tek­inn og gist­ir nú í fanga­klefa.

Lög­regl­unni var til­kynnt um aðra lík­ams­árás í Breiðholti. Lög­reglu­menn fóru á vett­vang og ræddu við aðila máls­ins, að því er seg­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is/​Ari

Um­ferðaró­happ varð í miðbæ Reykja­vík­ur þegar tvær bif­reiðar skullu sam­an. Eng­in slys urðu á fólki þó svo að önn­ur bif­reiðin hafi verið óöku­fær.

Að minnsta kosti tveir öku­menn voru stöðvaðir fyr­ir of hraðan akst­ur. Ann­ar þeirra ók á 109 km/​klst og hinn á 107 km/​klst, þar sem að há­marks­hraði er 80 km/​klst.

Einn var kærður fyr­ir nota farsíma við akst­ur. Þá voru a.m.k. þrír kærðir fyr­ir að aka án rétt­inda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert