Haldið niðri þangað til lögreglan kom

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um líkamsárás í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ. Gerandanum var haldið niðri þangað til að lögreglan kom á vettvang. Hann var handtekinn og gistir nú í fangaklefa.

Lögreglunni var tilkynnt um aðra líkamsárás í Breiðholti. Lögreglumenn fóru á vettvang og ræddu við aðila málsins, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is/Ari

Umferðaróhapp varð í miðbæ Reykjavíkur þegar tvær bifreiðar skullu saman. Engin slys urðu á fólki þó svo að önnur bifreiðin hafi verið óökufær.

Að minnsta kosti tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Annar þeirra ók á 109 km/klst og hinn á 107 km/klst, þar sem að hámarkshraði er 80 km/klst.

Einn var kærður fyrir nota farsíma við akstur. Þá voru a.m.k. þrír kærðir fyrir að aka án réttinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert